10 ráð sem hjálpa þér að slaka á í fríinu

Góð ráð fyrir næsta frí!
Góð ráð fyrir næsta frí! Ljósmynd/Unsplash/Getty

Það er ákveðin list að kunna að slaka almennilega á í fríinu. Hver kannast ekki við það að bíða spenntur eftir að komast í frí, en svo endar umstangið í kringum fríið á því að vera mikill streituvaldur og við náum ekkert að slaka á í fríinu?

Það er ekkert verra en að koma þreyttur heim úr fríi og því tóku ferðasérfræðingarnir á Condé Nast Traveller saman 10 góð ráð sem hjálpa þér að slaka almennilega á í næsta fríi. 

Pakkaðu almennilega

Það kannast eflaust einhverjir við að geyma það fram á síðustu stundu að pakka ofan í ferðatösku, og gera það jafnvel sama dag og ferðalagið er. Það er hins vegar lykilatriði að geyma það ekki fram á síðustu stundu og hafa skipulagið á hreinu. Til dæmis getur verið gagnlegt að búa til lista yfir þá hluti sem þú vilt taka með þér til að tryggja að þú gleymir engum nauðsynjavörum. 

Þá er einnig mikilvægt að pakka í réttri röð, en það kemur í veg fyrir að mikilvægir hlutir verði óvart eftir heima í skúffu. Byrjaðu alltaf á að pakka því mikilvægasta, eins og vegabréfi, síma, hleðslutæki, lyklum, veski og lyfjum. Svo er góð regla að kanna veðrið á áfangastaðnum áður en fatnaður er valinn, en einnig hafa í huga viðburði og afþreyingu sem þú ætlar að taka þátt í.

Ljósmynd/Unsplash/Marlen Stahlhuth

Skipulag hjálpar

Sumir eru ekki hrifnir af því að skipuleggja fríið of mikið, en þegar kemur að því að njóta og slaka á þá getur skipulag spilað lykilhlutverk. Það er mikilvægt að byrja á því að íhuga hvað þú vilt fá út úr fríinu, til dæmis hvort það sé eitthvað sérstakt safn sem þig langar að heimsækja, veitingastaður sem þig langar að prófa eða strönd sem þig langar að fara á. Það að bóka veitingastaði og afþreyingu fyrirfram getur líka sparað heilmikinn tíma.

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro studios

Njóttu þess að vera úti

Flest eyðum við meirihluta vinnuvikunnar innandyra. Það er því tilvalið að nýta frídagana í að fá sér ferskt loft og fyrra á D-vítamín byrgðirnar, en þar að auki fylgir heilmikill heilsufarslegur ávinningur því að vera utandyra. Það getur hjálpað ferðalöngum að slaka á því það dregur úr andlegri þreytu, eflir hamingju og bætir einbeitingu. 

Það er einnig tilvalið að sameina útiveru og hreyfingu í fríinu, en það þarf alls ekki að vera fókið. Það eitt að fara í gönguferð eða synda nokkrar ferðir í sundlauginni getur gert kraftaverk og aukið slökun töluvert. 

Ljósmynd/Pexels/Carlo Obrien

Slökktu á farsímanum þínum

Þetta ráð gæti hljómað dramatískt, en hér er ekki verið að mæla með því að fólk slökkvi á símum sínum alla dvölina. Hér er einfaldlega verið að mæla með því að fólk reyni að takmarka áreitið sem kemur frá símanum, til dæmis með því að slökkva á tilkynningum frá samfélagsmiðlum og tölvupóstum frá vinnunni. Þannig verður auðveldara að vera í núvitund og ná slökun. 

Ljósmynd/Unsplash/John Towner

Sökktu þér í menninguna

Það að sökkva þér niður í menningu og sögu á nýjum stað getur hjálpað til við slökun. Það getur verið erfitt að skilja streituna eftir heima, hvort sem það er streita vegna vinnuálags eða fjölskyldunnar. Að hitta nýtt fólk, læra nýja hluti og fræðast um áfangastaðinn getur hjálpað þér að segja skilið við streituna og lifa í núinu. 

Ljósmynd/Pexels/Gül Işık

Taktu þér tíma

Flest erum við vön því að flýta okkur dagsdaglega, hvort sem við erum að flýta okkur í vinnuna, að ná strætó eða að klára verkefni. Það getur verið freistandi að halda áfram að flýta sér í fríinu til þess að ná að gera sem mest, en frí eiga að vera nýtt í að staldra við og hægja á hlutunum. Það er mikilvægt að njóta hverrar stundar og gefa sér tíma til að kanna hlutina almennilega.

Ljósmynd/Pexels/Dilara/uygunadimdoga

Æfðu þig í núvitund

Þetta þýðir ekki endilega að þú þurftir að taka hálftíma frá á hverjum morgni til að hugleiða – þetta snýst frekar um að vera meðvitaður um umhverfið þitt og reyna að vera til staðar. Pældu í útsýninu fyrir framan þig, lyktinni sem þú finnur og hljóðinu sem þú heyrir á nýja áfangastaðnum. Það er margt sem maður missir af ef maður er stanslaust að flýta sér eða upptekin að öðru, en ef þú ferðast í núvitund getur þú komið auga á allskynd forvitnilega hluti, arkitektúr, veggmyndir, þakbari eða veitingastaði sem þú hefðir annars misst af. 

Ljósmynd/Unsplash/Getty

Gerðu vel við þig

Frí geta verið kostnaðasöm, en það er mikilvægt að eyða fríinu ekki í að hafa áhyggjur af því hvað allt kostar og sleppa upplifunum á meðan þú ert þar. Hér kemur skipulagið sterkt inn, en það getur einnig gert fríið hagkvæmara fyrir veskið og veitt aukið frelsi til að njóta ferðarinnar eins mikið og þú hefur efni á. 

Ljósmynd/Unsplash/Alex Bertha

Skipulegðu tíma fyrir slökun

Það getur verið hjálplegt að skipuleggja slökun sem hluta af fríinu. Það þarf ekki að vera langt, jafnvel það að skipuleggja tíu mínútur á dag þar sem þú ert í friði og ró getur hjálpað þér að ná betri slökun í fríinu. Þetta getur verið göngutúr á ströndinni, heitt bað, að fara í heilsulind eða jóga.

Ljósmynd/Pexels/Oguz Kagan Cevik

Ekki setja of mikla pressu á fríið

Það er mikilvægt að átta sig á því að það er ekki gagnlegt að setja of mikla pressu á fríið. Það eru ýmsar breytur í umhverfinu sem geta haft áhrif á fríið, og við getum ekki vitað nákvæmlega hvað gerist. Það er því mikilvægt að sleppa takinu og reyna að vera í flæðinu.

Ljósmynd/Unsplash/Tasha Marie
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert