Play hefur áætlunarflug til Valencia

Valencia er söguleg og falleg borg.
Valencia er söguleg og falleg borg. Ljósmynd/Unsplash

Flug­fé­lagið Play hef­ur hafið miðasölu á áætl­un­ar­ferðum til Valencia næsta sum­ar. Fyrsta flugið verður 24. maí 2025 og verður flogið á þriðju­dög­um og laug­ar­dög­um fram til 29. sept­em­ber.

Valencia verður ní­undi áfangastaður Play á Spáni en fyr­ir flýg­ur fé­lagið til Alican­te, Barcelona, Madríd og Malaga á meg­in­landi Spán­ar, og svo til spænsku eyj­anna Mall­orca, Fu­erteventura, Gran Can­aria og Teneri­fe.

Borg­in stát­ar af und­ur­fögr­um arki­tekt­úr sem er auðséð á dóm­kirkju borg­ar­inn­ar og hinu heims­fræga Lista- og vís­inda­safni. Mat­ar­menn­ing­in er stór­feng­leg og þá eru fal­leg­ar strend­ur ekki langt und­an. Skemmt­ana þyrst­ir munu síðan finna eitt­hvað fyr­ir sinn snúð í Ruzafa-hverf­inu.

„Þá er ní­undi áfangastaður­inn okk­ar á Spáni kom­inn í sölu og við sjá­um fyr­ir mik­inn áhuga á Valencia á næsta ári. Við vilj­um bjóða Íslend­ing­um upp á öfl­uga áætl­un til sól­ar­landa­áfangastaða og Valencia mun án efa heilla þá sem sækja borg­ina heim. Einnig finn­um við fyr­ir áhuga Spán­verja á að nýta þjón­ustu okk­ar til Íslands þar sem farþegar geta nýtt sér að dvelja á okk­ar fagra landi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram inn­an leiðakerf­is okk­ar,” seg­ir Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play.

Valencia er fjórði nýi áfangastaður­inn sem Play kynn­ir til sög­unn­ar á jafn­mörg­um vik­um. Miðasala er þegar haf­in fyr­ir áætl­un­ar­ferðir til Ála­borg­ar í Dan­mörku, Faro í Portúgal og Pula í Króa­tíu á næsta ári en þar að auki hef­ur Play ákveðið að fjölga ferðum til Split í Króa­tíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert