Himnaríki fyrir hönnunarunnendur í Lissabon

Einstök fagurfræði einkennir húsið.
Einstök fagurfræði einkennir húsið. Samsett mynd

Við róm­an­tískt torg í gamla hverf­inu í Santa Cl­ara í Lissa­bon, Portúgal, stend­ur sjarmer­andi bygg­ing frá 18. öld sem hef­ur fengið alls­herj­ar yf­ir­haln­ingu að inn­an af miklu smekk­fólki. Útkom­an er glæsi­leg og óhætt að segja að húsið sé sann­kallað himna­ríki fyr­ir hönn­unar­unn­end­ur.

Fjöl­skyld­an hjá Si­lent Li­ving tók eign­ina í gegn með aðstoð frá góðum vini þeirra, arki­tekt­in­um Manu­el Aires Mateus. Í hönn­un­inni vildu þau sam­tvinna virðingu fyr­ir sögu húss­ins og nú­tíma­leg þæg­indi og glæsi­leika, sem sam­an skapa mjúka og ljúfa stemn­ingu sem gleður augað. 

Eign­in er björt og opin með góðri loft­hæð og stór­um glugg­um. Ljós og hlý­leg litap­all­etta er í for­grunni ásamt efnivið úr nátt­úr­unni. Þá fá hús­mun­ir að njóta sín til fulls í hús­inu sem er með mini­malísku yf­ir­bragði.

Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
Ljós­mynd/​Si­lentli­ving.pt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert