Gerir grín að íslenska veðrinu á TikTok

Veðrið í ferðinni ætti ekki að koma neinum Íslendingi á …
Veðrið í ferðinni ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. Ljósmynd/Instagram

Ferðaáhrifa­vald­ur á TikT­ok sem kall­ar sig Advent­ur­eDeis heim­sótti Ísland í annað skiptið á dög­un­um og leyfði fylgj­end­um sín­um að fylgj­ast vel með ferðinni. Einnig gaf hann þeim sem vilja heim­sækja landið fjölda­mörg ráð.

Á mynd­skeiði sem hann birti á sam­fé­lags­miðlin­um dreg­ur hann upp raun­veru­lega mynd af ís­lenskri veðráttu, roki og rign­ingu, sem marg­ir upp­lifa á meðan þeir heim­sækja vin­sæl­ustu ferðamannastaði lands­ins. Heim­sæk­ir hann meðal ann­ars Kerið, Selja­lands­foss og Geysi en stopp­ar mjög stutt á hverj­um stað vegna veðurs. Þá virðist hann flýta sér mikið aft­ur inn í bíl og hef­ur lík­lega eytt meiri tíma þar en úti.

Watch on TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert