Það virðist vera afar vinsælt að fara á skeljarnar og bera upp bónorðið umvafinn stórbrotinni íslenskri náttúru, þá sérstaklega við mikilfenglega fossa landsins.
Fjölmargir erlendir ferðamenn hafa deilt skemmtilegum myndskeiðum af trúlofun sinni á samfélagsmiðlasíðunni TikTok síðustu vikur og mánuði sem öll hafa vakið heimsathygli.
Í gærdag bættist eitt slíkt í bunkann.
Rússnesk kona að nafni Alexandra deildi myndskeiði af trúlofun sinni og sýndi frá því þegar hennar heittelskaði fór á skeljarnar við Seljalandsfoss.
„Augnablik sem ég gleymi aldrei,“ skrifaði hún við myndskeiðið sem þúsundir hafa þegar líkað við.
@alexandra_pstr.15 A moment I’ll never forget🩶.. #fyp #iceland #proposal #russiaisaterroristcountry #icelandadventure #proposalvideo #engagement ♬ love in the dark - :)
Tímaritið Condé Nast Traveller valdi Ísland sem einn af bestu stöðum í heimi til þess að bera upp bónorðið í samantekt sinni á síðasta ári og virðist það vera rétt þar sem margir yfirgefa landið með hring á baugfingri.