Blautt bónorð við Seljalandsfoss

Falleg stund!
Falleg stund! Samsett mynd

Það virðist vera afar vin­sælt að fara á skelj­arn­ar og bera upp bón­orðið um­vaf­inn stór­brot­inni ís­lenskri nátt­úru, þá sér­stak­lega við mik­il­feng­lega fossa lands­ins. 

Fjöl­marg­ir er­lend­ir ferðamenn hafa deilt skemmti­leg­um mynd­skeiðum af trú­lof­un sinni á sam­fé­lags­miðlasíðunni TikT­ok síðustu vik­ur og mánuði sem öll hafa vakið heims­at­hygli.

Í gær­dag bætt­ist eitt slíkt í bunk­ann. 

Rúss­nesk kona að nafni Al­ex­andra deildi mynd­skeiði af trú­lof­un sinni og sýndi frá því þegar henn­ar heitt­elskaði fór á skelj­arn­ar við Selja­lands­foss. 

„Augna­blik sem ég gleymi aldrei,“ skrifaði hún við mynd­skeiðið sem þúsund­ir hafa þegar líkað við. 

Tíma­ritið Condé Nast Tra­vell­er valdi Ísland sem einn af bestu stöðum í heimi til þess að bera upp bón­orðið í sam­an­tekt sinni á síðasta ári og virðist það vera rétt þar sem marg­ir yf­ir­gefa landið með hring á baug­fingri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert