Þetta eru bestu hótelin í Edinborg

Edinborg hefur lengi verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga.
Edinborg hefur lengi verið vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga. Ljósmynd/Samsett

Á þess­um árs­tíma eru ef­laust marg­ir að skipu­leggja borg­ar­ferðir eða jafn­vel farn­ir að hugsa um staði til að heim­sækja fyr­ir jól­in. Ed­in­borg hef­ur lengi verið í miklu upp­á­haldi hjá Íslend­ing­um enda fal­leg borg og ekki of langt að fara. 

Í Ed­in­borg er mik­il saga, skemmti­leg­ir pöbb­ar og flott­ar versl­an­ir. Mikið fram­boð er af gist­ingu og get­ur verið erfitt að velja réttu staðina til að dvelja á. Hér fyr­ir neðan eru fimm frá­bær hót­el sem vert er að skoða.

100 Prince's Street er nýtt lúx­us­hót­el með frá­bæru út­sýni yfir Ed­in­borg­ar­k­astal­ann. Á hót­el­inu eru aðeins þrjá­tíu her­bergi sem eru í skosk­um stíl. Það má bú­ast við rauð- og græn­köfl­óttu mynstri um allt hót­elið, hlý­leg­um leður­sófa­sett­um og eldri ol­íu­mál­verk­um. 

Dásamlegt útsýni úr herberginu yfir Edinborgarkastalann.
Dá­sam­legt út­sýni úr her­berg­inu yfir Ed­in­borg­ar­k­astal­ann. Ljós­mynd/​100 Prince's Street Hotel

The Virg­in Hotel er staðsett í eldri hluta borg­ar­inn­ar á fal­legu göt­unni Victoria Street. Hót­elið er stórt en þar eru 222 fal­leg her­bergi í föl­um, kremuðum tón­um með rauðum áhersl­um. Veit­ingastaður­inn og bar­inn á hót­el­inu eru mjög vin­sæl­ir svo það þarf ekki að fara langt fyr­ir góðan kvöld­verð. 

The Virgin Hotel er staðsett á 1, India Buildings á …
The Virg­in Hotel er staðsett á 1, India Build­ings á Victoria Street. Ljós­mynd/​The Virg­in Hotel

Hou­se of Gods, eða hús Guðanna, er senni­lega ekki fyr­ir hvern sem er. En fyr­ir þau sem eru fyr­ir dökk rými skreytt þung­um velúr­glugga­tjöld­um, fræga Gucci „Heron“ vegg­fóðrinu og dökk­an við ættu að vera á hár­rétt­um stað. Það eru 22 her­bergi á hót­el­inu, það verður seint sagt að þau séu stór en það er þó mikið í þau lagt. Kokteil­arn­ir á hót­el­barn­um þykja frum­leg­ir og ein­stak­lega góðir.

House of Gods er staðsett á 233 The Cowgate.
Hou­se of Gods er staðsett á 233 The Cowga­te. Ljós­mynd/​Hou­se of Gods Hotels
Heron-veggfóðrið frá Gucci í grænum lit.
Heron-vegg­fóðrið frá Gucci í græn­um lit. Ljós­mynd/​Gucci

Eden Locke er íbúðar­hót­el fyr­ir þá sem vilja staðsetja sig í miðbæn­um. Ungt fólk sæk­ir mikið í hót­elið þar sem þú finn­ur pastellitaða veggi, bast-stóla, suðræn­ar plönt­ur og ljós viðargólf. Kaffi­húsið á þriðju hæð hót­els­ins, Hyde & Son breyt­ist í líf­leg­an bar um kvöldið þar sem hægt er að fá frá­bæra kokteila, gin og tónik og bjór. Í her­berg­inu finn­urðu Smeg-elda­vél, nóg af góðu te-i og lista yfir þær mat­ar­versl­an­ir með „heimsend­ingu.“ Því leng­ur sem þú dvel­ur á hót­el­inu, því ódýr­ara verður það. Þar má meira segja nálg­ast þvotta­vél.

Eden Locke er fullkomið fyrir þá sem ætla að dvelja …
Eden Locke er full­komið fyr­ir þá sem ætla að dvelja lengi í borg­inni. Ljós­mynd/​Eden Locke

In­tercont­in­ental Ed­in­burgh The Geor­ge er frá­bær­lega vel staðsett. Hót­elið er stærra en það lít­ur út fyr­ir að vera en það eru 200 her­bergi á hót­el­inu. Í sum­um her­bergj­un­um má bú­ast við frá­bæru út­sýni, sem flest eru í hlýj­um grá­um og ljós­um litatón­um. Upp­runa­leg­ur arki­tekt­úr bygg­ing­ar­inn­ar er vel varðveitt­ur og pass­ar vel við hús­gögn úr leðri og velúr.

Hlýleg herbergi og frábær staðsetning á Intercontinental The George. Það …
Hlý­leg her­bergi og frá­bær staðsetn­ing á In­tercont­in­ental The Geor­ge. Það er við göt­una Geor­ge Street núm­er 19-21. Ljós­mynd/​In­tercont­in­ental The Geor­ge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert