Flottasta hverfi í heimi er í Frakklandi

Hverfin eru skemmtilega ólík.
Hverfin eru skemmtilega ólík. Samsett mynd

Notre Dame du Mont-hverfið í Marseille í Frakklandi hef­ur verið valið flott­asta borg­ar­hverfi í heimi. Hverfið er ein­stak­lega lit­skrúðugt og skemmti­legt og vin­sælt meðal lands- og ferðamanna.

Tíma­ritið Time Out tók sam­an lista yfir flott­ustu hverf­in í heimi. Þrátt fyr­ir mörg líf­leg og skemmti­leg hverfi náði Ísland ekki inn á list­ann að þessu sinni.

Notre Dame du Mont

Í þessu fal­lega franska hverfi er gríðal­ega margt að sjá og gera, sér­stak­lega fyr­ir listaunn­end­ur. Á svæðinu eru glæsi­leg listagalle­rí, fal­leg­ir veit­ingastaðir og bakarí og fald­ir gim­stein­ar. 

Hverfið er litríkt og skemmtilegt.
Hverfið er lit­ríkt og skemmti­legt. Ljós­mynd/​Unsplash.com

Mers Sult­an

Hverfið, sem er staðsett í mar­okkósku borg­inni Casa­blanca, er afar vin­sælt meðal ferðamanna og ljós­mynd­ara, enda sögu­legt svæði og upp­fullt af hríf­andi bygg­ing­um.

Það er mikið líf í marokkóska hverfinu.
Það er mikið líf í mar­okkóska hverf­inu. Ljós­mynd/​Lauren Shankm­an

Per­eren­an

Per­eren­an-hverfið á Balí er ein­stakt. Svæðið er mynd­rænt og fag­urt og býður upp margt spenn­andi fyr­ir ferðafólk, en þar má finna gull­fal­leg­ar stend­ur, skemmti­leg­ar versl­un­ar­göt­ur og fjöl­skrúðugt og friðsælt um­hverfi.

Það er margt að sjá og gera á Balí.
Það er margt að sjá og gera á Balí. Ljós­mynd/​Unsplash.com

Seongsu-dong

Seongsu-dong í Suður-Kór­eu sit­ur í fjórða sæti list­ans. Hverfið hef­ur breyst mikið á síðustu ára­tug­um, en það var lengi vel iðnaðarsvæði. Í dag má finna krútt­leg lít­il kaffi­hús, líf­leg­ar versl­un­ar­göt­ur og söfn. Hverf­inu er gjarn­an líkt við Brook­lyn í New York.

Hverfið er mjög vinsælt meðal heimamanna.
Hverfið er mjög vin­sælt meðal heima­manna. Ljós­mynd/​Visit­kor­ea.or.kr

Kerns

Kerns-hverfið í Port­land er und­ir spænsk­um áhrif­um, en í hverf­inu eru fal­leg­ir blómag­arðir, lit­rík hús og ávaxta­tré. Í hverf­inu er eitt af elstu kvik­mynda­hús­um Banda­ríkj­anna, Laurel­hurst Thea­ter, en það opnaði árið 1923. 

Það er mikið líf í hverfinu.
Það er mikið líf í hverf­inu. Ljós­mynd/​Slava Keyzm­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert