5 æðislegir vínbarir í New York

Það er heilmikið úrval af góðu víni í New York.
Það er heilmikið úrval af góðu víni í New York. Ljósmynd/Samsett

Í hinni risa­stóru New York er vín- og veit­inga­heim­ur­inn mik­ill frum­skóg­ur og mikið um ein­stak­lega góða staði. Það get­ur verið skemmti­legt að stoppa á hlý­leg­um vín­b­ar fyr­ir eða eft­ir mat, fá sér smá­rétt og halda svo áfram. Þess­ir staðir eiga það flest­ir sam­eig­in­legt að æðis­leg­ir tap­as-smá­rétt­ir eru í boði með vínglas­inu. Sú mat­ar­menn­ing pass­ar ein­stak­lega vel við góð vín.

Gem Wine er lít­ill vín­b­ar á Man­hatt­an. Inni á staðnum eru aðeins þrjú borð, bar­borð og lítið úti­svæði sem hægt er að setj­ast niður. Það er eng­inn vín­listi í boði held­ur er oft skipt um þau vín sem boðið er upp á. Flynn McG­arry semer eig­andi staðar­ins, rek­ur einnig veit­ingastað í sama nafni, og vill aðeins að Gem Wine verði heim­il­is­leg­ur hverf­isstaður. Vín­in eru á góðu verði og er nán­ast eng­in flaska á staðnum sem fer yfir 13 þúsund krón­ur. Það er hægt að panta sér smáa rétti með vínglas­inu.

Gem Wine er staðsett­ur á 116 For­syth Street.

Hlýleg stemning á hverfisbarnum Gem Wine.
Hlý­leg stemn­ing á hverf­is­barn­um Gem Wine. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Vín­bar­inn Parcelle gæti al­veg eins verið and­stæðan við Gem Wine. Staður­inn er mun stærri, vín­seðill­inn tel­ur nokkuð marg­ar síður og fer verð vín­flask­anna upp úr öllu valdi. Þeir eru hins veg­ar líka með vín á góðu verði fyr­ir þau sem þykir vænna um pen­ing­ana sína. Það er hægt að fá litla rétti með vínglas­inu, par­mes­an og hrá­skink­ur eða stærri rétti eins og sjáv­ar­réttap­asta.

Parcelle er staðsett­ur 135 Di­visi­on Street (Canal Street).

Þeir sem elska eðalvín ættu að heimsækja Parcelle.
Þeir sem elska eðal­vín ættu að heim­sækja Parcelle. Ljós­mynd/​Parcelle

Place des Fetes í Brook­lyn er und­ir spænsk­um áhrif­um og býður upp á vín frá Spáni, Portúgal og Chile. Mat­ur­inn er hins veg­ar í New York-stíl, fyr­ir utan nokkr­ar gerðir af spænsk­um an­sjó­s­um, og er hægt að fá mat til hliðar sem er á góðu verði.

Place des Fetes er staðsett­ur á 212 Greene Avenue (Grand Avenue).

Vínþjónar að störfum á Place des Fetes.
Vínþjón­ar að störf­um á Place des Fetes. Ljós­mynd/​In­sta­gram
Frábærir smáréttir með vínum.
Frá­bær­ir smá­rétt­ir með vín­um. Ljós­mynd/​Place des Fetes

Ten Bells þykir einn besti nátt­úru­víns­bar­inn í New York. And­rúms­loftið er ljúft og af­slappað og full­komið þykir að para ostr­ur eða tap­asrétti við vínglasið. Vín­seðill­inn er ekki sá lengsti en það má bú­ast við að geta kynnst nýj­um og áhuga­verðum vín­um.

Ten Bells er staðsett­ur á 247 Broome Street.

Ten Bells er einn besti staðurinn í New York sem …
Ten Bells er einn besti staður­inn í New York sem býður upp á nátt­úru­vín. Ljós­mynd/​Ten Bells
Ostar, hráskinkur og vín fara einstaklega vel saman.
Ost­ar, hrá­skink­ur og vín fara ein­stak­lega vel sam­an. Ljós­mynd/​Ten Bells

June er staðsett­ur í Brook­lyn og er bæði vín­b­ar og veit­ingastaður. Það er hægt að fá fulla máltíð en al­geng­ara er að stoppa í vínglas og smá­rétti. Um sjö að kvöldi er staður­inn yf­ir­leitt þétt­set­inn. Á vín­seðlin­um má finna mikið af nátt­úru­vín­um frá Evr­ópu en einnig bjóða þeir upp á am­er­ísk vín frá Kali­forn­íu og Texas meðal ann­ars.

June er staðsett­ur á 231 Court Street.

Tapasréttirnir á June þykja æðislegir.
Tap­asrétt­irn­ir á June þykja æðis­leg­ir. Ljós­mynd/​June

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka