Linda Ben baðar sig í sólinni

Það væsir ekki um Lindu Ben og fjölskyldu.
Það væsir ekki um Lindu Ben og fjölskyldu. Skjáskot/Instagram

Linda Bene­dikts­dótt­ir, at­hafna­kona og mat­ar­blogg­ari, er stödd í sól­inni í Katalón­íu ásamt fjöl­skyldu sinni um þess­ar mund­ir. 

Linda og eig­inmaður henn­ar, Ragn­ar Ein­ars­son, hafa verið sam­an í 15 ár. Þau gengu í hjóna­band við glæsi­lega at­höfn á Ítal­íu þann 14. sept­em­ber 2022 og fögnuðu ný­verið tveggja ára brúðkaup­saf­mæli sínu. Hjón­in fögnuðu áfang­an­um með því að hlaupa hálft maraþon sam­an í Kaup­manna­höfn.

Linda birti sól­ríka myndasería á In­sta­gram-síðu sinni fyrr í dag. Sam­fé­lags­miðlastjarn­an deildi einnig nokkr­um mynd­skeiðum á In­sta­gram Story og sýndi meðal ann­ars frá hús­inu sem fjöl­skyld­an gist­ir í. 

„Bara hér aðeins að njóta í sól­inni með fjöl­skyld­unni,“ skrifaði Linda við færsl­una.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Linda Ben (@linda­ben)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert