Þrettán áfangastaðir sem þú hefur líklega aldrei heyrt um

Listi yfir fallegustu en um leið vanmetnustu borgir í heimi er eins og fallega skreytt úrklippubók. Staðir sem verðskulda meiri athygli og gætu verið draumur hverrar flökkukindar samkvæmt Condé Nast Traveler.

Á listanum er að finna borgir fyrir þá sem forðast vilja fjölmenna staði uppfulla af ferðamönnum.

Eger, Ungverjaland

Borgin er staðsett norðarlega í Ungverjalandi í Eger-ár dalnum og þekkt fyrir mikilfenglega kastala og byggingar í barokk stíl. Hundrað kílómetra undirgöng liggja vítt og breytt undir borgina og eru í dag nýtt sem vínkjallarar en voru notuð sem flóttaleið og skjól fyrr á öldum þegar Tyrkir réðust inn í borgina.

Goslar, Þýskaland

Borgin er staðsett á meðal Harz-fjallanna í Þýskalandi og er prýdd stein- og timburbyggingum frá 13. - 16. öld. Borgin, sem er í um 3 kílómetra fjarlægð frá Berlín, er sögð hafa verið vinsæll áfangastaður rómversku keisaranna. 

Deia, á eyjunni Majorka á Spáni

Majorka er í sjálfu sér ekkert leyndarmál en þangað hafa Íslendingar löngum farið í frí. Þorpið Deia er staðsett norðarlega á eyjunni og er ekki eins þekkt meðal ferðamanna. Hins vegar hefur þessi rólegheita bær laðað að Hollywood stjörnur og listamenn í gegnum árin sem leita í friðinn. 

Lijang, Kína

Gamall bær sem er hluti af Yunnan héraðinu í Kína. Arkitektúrinn í bænum spannar mörg menningarleg tímabil. Bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO.

Procida, Ítalía

Eyjan var útnefnd miðpunktur menningar á Ítalíu árið 2022 en er samt sem áður einn vanmetnasti hluti landsins. Eyjan er staðsett í Napolí-flóa en fellur gjarnan í skuggann af eyjunum Ischia og Kaprí sem eru afar vinsælar meðal ferðamanna. Litríkt samfélag og mikið af sjávarþorpum með töfrandi útsýni yfir Miðjarðarhafið.

Schiedam, Holland

Shiedam er staðsettur rétt vestan við Rotterdam og verðskuldar sæti á þessum lista fyrir sögulegan miðbæ, fjöldann allan af myllum og fagur síki sem liggja í gegnum hann.

Symi, Grikkland

Grísk paradísareyja sem gjarnan hefur fallið í skuggann á eyjunum í kring t.d. Rhodos. Samkvæmt grískri goðafræði dregur eyjan nafn sitt af gyðjunni Syme.

Ghardaia, Alsír

Í Sahara-eyðimörkinni á Vesturbakka Wadi Mzab liggur Ghardaia, borg sem nær aftur til 11. aldar. Borgin er skipulögð í kringum helli sem var sagður vera hýbýli kvenkyns dýrðlingsins Daia.

Nagano, Japan

Nagano borg hýsti vetrarólympíuleikana árið 1998 og er þekkt fyrir möguleika útivistar og íþrótta, eins og fjallgöngur, fjallahjólreiðar, skíði og snjóbretti. Hefbundinn byggingarstíll borgarinnar setur á hana eftirtektaverðan blæ og er þess virði að skoða.

Ashland, Oregon

Háskólabærinn Ashland er staðsett í Rogue River héraði í suður-Oregon í Bandaríkjunum. Héraðið er rómað fyrir náttúrufegurð þ.á.m Lithia Park og North Mountain Park

Orvieto, Ítalía

Bær sem staðsettur er í aðeins 1,5 klukkustunda fjarlægð norður af Róm og tveggja klukkustunda fjarlægð suður af Flórens. Bærinn er byggður á hæð og þar er m.a. hægt að finna ítalsk-gotneska dómkirkju með töfrandi freskum og 13. aldar klukkuturninn Torre del Moro Orvieto. Þá er einnig hægt að uppgötva ýmislegt óvænt en um bæinn liggja hellar og göng sem liggja þvert og endilangt um borgina.

Cajamarca, Perú

Þessi forna borg Inka-indíánanna er nú þekkt fyrir barrok stíl frá nýlendutíma Spánverja. Hins vegar er enn mikið um sögulegar minjar í borginni eins og grafreit Inka Ventanillas de Combaya.

Swakopmund, Namibía

Strandbær vestur af Windhoek með útsýni út á Atlantshafið. Stór hluti bæjarins hefur að geyma arkitektúr frá 19. aldar nýlendutíma Þjóðverja. Fiskveiðar eru helsta atvinnugrein bæjarins og eru Swakopmund vitinn og Swakopmund safnið eitthvað sem verðugt er að skoða.

Condé Nast Traveler

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert