Best að fjölga þeim sem lifa af

Ljósmynd/Eydís Ólafsdóttir

Útivist­ar­hóp­ur­inn Snjódríf­urn­ar skunduðu á Helg­ar­fell um síðustu helgi þar sem Lífs­krafts­dag­ur­inn var hald­inn. Mark­miðið með deg­in­um var að sýna sam­stöðu gegn krabba­mein­um ásamt því að minna á mik­il­vægi úti­vist­ar og sjálfs­efl­ing­ar í end­ur­hæf­ingu meðan á veik­ind­um stend­ur eða eft­ir veik­indi.

„Það er nauðsyn­legt að efla og styrkja Lífs­kraft­inn sinn með hreyf­ingu. Útivist er frá­bær leið til þess og erum við svo ótrú­lega hepp­in að búa í landi sem býður upp á magnaða nátt­úru í bak­g­arðinum okk­ar. Með því að stunda reglu­lega hreyf­ingu og huga að heil­brigðum lífstíl erum við að sinna for­vörn­um og bæta lífs­gæðin okk­ar um ókomna tíð,“ seg­ir Sirrý Ágústs­dótt­ir Snjódrífa og stofn­andi Lífs­krafts en hún þekk­ir það af eig­in raun að fá krabba­mein.

Á Lífs­krafts­deg­in­um gat fólk gengið á Helga­fell, hlaupið eða hjólað í kring­um það. Þeir sem vildu styrkja mál­efnið gátu keypt sér bleik­ar Lífs­kraftspeys­ur sem eru fram­leidd­ar af ís­lenska úti­vist­ar­merk­inu 66°Norður. All­ur ágóði af söl­unni renn­ur til for­varn­ar­verk­efna á veg­um Krabba­meins­fé­lags­ins á leg­hálskrabba­meini.

„Það var frá­bært að heyra að Lífs­kraft­ur skyldi ákveða að styrkja Krabba­meins­fé­lagið í ár. Mark­mið fé­lag­anna fara svo sann­ar­lega sam­an því Lífs­kraft­ur legg­ur áherslu á hreyf­ingu sem hef­ur heil­mikið for­varn­ar­gildi gegn fjölda krabba­meina auk þess að bæta líðan fólks með krabba­mein og að lok­inni krabba­meinsmeðferð. Mark­mið Krabba­meins­fé­lags­ins eru mjög skýr, að fækka þeim sem fá krabba­mein, fjölga þeim sem lifa af og að bæta lífs­gæði þeirra sem veikj­ast og aðstand­enda þeirra. Hreyf­ing hjálp­ar til við að ná öll­um þess­um mark­miðum. Takk kær­lega fyr­ir - kæru Lífs­krafts­kon­ur og von­andi verður Helg­ar­fellið allt iðandi af fólki á hreyf­ingu,“ seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags­ins.

Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
Ljós­mynd/​Ey­dís Ólafs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert