Öskrandi kona í berginu við Hjörleifshöfða

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Margt býr í fjöll­un­um og að því komst kvik­mynda­gerðarfólk við Hjör­leifs­höfða fyr­ir skemmstu. Þau voru að störf­um við að taka upp nýja aug­lýs­ingu fyr­ir Vik­ing Park sem er nýr áfangastaður fyr­ir ferðamenn á Suður­landi. Við tök­ur á atriði þar sem jeppi ekur um Mýr­dalssand með Hjör­leifs­höfða í bak­grunn­in­um rak ein­hver úr hópn­um aug­un í dul­ar­fullt and­lit í berg­inu sem minnti helst á öskr­andi konu.

    „Þetta var óvænt­ur leynigest­ur,“ seg­ir Svan­ur Gabriele Monaco tökumaður aug­lýs­ing­ar­inn­ar í frétta­til­kynn­ingu. „Þegar við skoðuðum tök­urn­ar þá blasti við þetta dul­ar­fulla og ei­lítið hroll­vekj­andi and­lit sem stend­ur út úr klett­un­um.“

    Aðspurður seg­ir Svan­ur eng­ar kenn­ing­ar uppi með það hvort and­litið í berg­inu lík­ist ein­hverj­um sér­stök­um eða þá hverj­um. „Okk­ur sýn­ist þetta vera and­lit konu. Það er auðvitað rík saga þarna í kring­um Hjör­leifs­höfða og ekki endi­lega allt gott sem þar gerðist. En ef ein­hver lum­ar á góðri kenn­ingu þá vilj­um við endi­lega heyra hana.“

    Yoda-hell­ir­inn

    Það má finna fleiri furðuver­ur í bergi Hjör­leifs­höfða en á suður­hlið hans er hin víðfræga Gígja­gjá sem geng­ur títt und­ir nafn­inu „Yoda-hell­ir­inn.“ Þar er vísað í lög­un hell­is­munn­ans sem minn­ir á græn­leita spek­ing­inn Yoda úr kvik­mynd­un­um um Stjörnu­stríð. Talið er að nafn hell­is­ins, Gígja­gjá, teng­ist sög­unni um haf­gýgju sem hélt til í hell­in­um, sjó­skrímsli sem var kvenmaður í ánauðum. Hell­ir­inn sást síðan á hvíta tjald­inu árið 2016 þegar kvik­mynd­in Rogue One: A Star Wars Story var frum­sýnd, en upp­hafs­atriði mynd­ar­inn­ar var m.a. tekið upp í hell­in­um. 

    Yoda-hellirinn svokallaði.
    Yoda-hell­ir­inn svo­kallaði. Unsplash/​Kay Si Ying

    Blóðug saga Hjör­leifs­höfða

    Hjör­leifs­höfði er um 220 metra hár og staðsett­ur á Mýr­dalss­andi, en talið er að hann hafi verið eyja á öld­um áður. Í dag um­lyk­ur sand­ur­inn höfðann og er hann um tvo kíló­metra frá strönd­inni. 

    Höfðinn er kennd­ur við land­náms­mann­inn Hjör­leif Hróðmars­son, sem kom til Íslands árið 874 í sam­floti með fóst­bróður sín­um, Ingólfi Arn­ar­syni. Þegar þeir nálguðust landið á tveim­ur skip­um er sagt að Ingólf­ur hafi varpað önd­veg­is­súl­um sín­um frá borði og heitið því að setj­ast að þar sem þær ræki að landi. Ingólf­ur tók fyrst land við Ing­ólfs­höfða og hafði þar vet­ur­setu en Hjör­leif­ur við Hjör­leifs­höfða. Næsta vor drápu írsk­ir þræl­ar Hjör­leifs hann og menn hans, tóku kon­urn­ar með sér og flúðu til Vest­manna­eyja en Ingólf­ur elti þá uppi og drap þá. Efst uppi á höfðanum er Hjör­leifs­haug­ur og er Hjör­leif­ur sagður graf­inn þar.

    Búið var í Hjör­leifs­höfða til 1936 en bær­inn var flutt­ur af sand­in­um upp á höfðann eft­ir að hann eydd­ist í Kötlu­hlaup­inu 1721. 

    Í Hjör­leifs­höfða höfðu land­vætt­ir verið svo mátt­ug­ir og aðgangs­h­arðir að þar höfðu eng­ir þorað að nema land frá því Hjör­leif­ur var veg­inn.

    Land­helg­una­at­höfn að heiðnum sið fór fram í Hjör­leifs­höfða árið 2000. Til­gang­ur­inn með at­höfn­inni var að ná sátt við landið og land­vætt­irn­ar þegar tek­in var bú­seta. Land­helg­un­ar­at­höfn­in fór fram und­ir Hjör­leifs­höfða þar sem talið er að bæj­ar­stæði Hjör­leifs hafi verið.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert