Fimm bestu fjallabæirnir sem útivistarfólkið elskar

Innbruck í Austurríki er vinsæll útivistarbær. Hér má skíðamann með …
Innbruck í Austurríki er vinsæll útivistarbær. Hér má skíðamann með hund uppi í fjalli. Frederik Rosar/Unsplash

Ertu að leita að skíðaáfangastöðum, huggulegum fjallakofum eða ævintýralegri útivist fyrir næsta ferðalag? Þá gætu þessir áfangastaðir verið eitthvað fyrir þig. Sér í lagi ef þú ætlar í skíðaferð í vetur. 

Listinn, þar sem finna má fimmtán bæi, er fenginn frá Travel and Leisure og var settur saman af leiðsögumönnum, ferðaráðgjöfum og öðrum sérfróðum um hina mismunandi áfangastaði.

Hér er að geta fimm þeirra bæja sem komust á listann.

Zermatt, Sviss
Zermatt, Sviss Michael Hamments/Unsplash

Zermatt, Sviss

Þeir eru ófáir sem mæla með Zermatt sem hefur að geyma einstakt útsýni yfir Matterhorn fjallið í ölpunum, á landamærum Sviss og Ítalíu. Á hverju horni í bænum er að finna staði sem bjóða upp á allt það besta í svissneskum mat og drykk. Þá er mælt með að bóka herbergi á The Omnia hótelinu sem er frábærlega staðsett og býður upp á brjálæðislegt útsýni. Kirkjugarður fjallgöngumanna er víst ómissandi á listanum yfir staði sem á að skoða í Zermatt.

Chamonix, Frakkland
Chamonix, Frakkland Patrick Boucher/Unsplash

Chamonix, Frakkland

Bærinn stendur við jaðar Mont-Blanc, hæsta tind frönsku alpanna og þar er að finna óviðjafnanlegar gönguleiðir. Hægt er að prófa klifur, hjólreiðar og jafnvel svifvængjaflug, fyrir utan skíðaiðkun. Ferð með Aiguille du Midi kláfinum er upplifun sem allir ættu að prófa en kláfurinn fer í um 3.660 metra hæð.

Innsbruck, Austurríki
Innsbruck, Austurríki Wolfgang Weiser/Unsplash

Innsbruck, Austurríki

Innsbruck gæti hæglega verið borg en hefur samt sem áður alla eiginleika fjallabæjar. Kláfur liggur úr bænum og upp í fjöllin þar sem hægt er að fara í gönguferðir og jafnvel í alpa-dýragarð. Menningarlegur bær með fallegar hallir, frábærar verslanir og stórkostlega veitingastaði.

Fjallavegur við Keswick á Englandi
Fjallavegur við Keswick á Englandi Benjamin Elliott/Unsplash

Keswick, England

Í bakgarðinum eru fallegir tindar á borð við Helvellyn og Skiddaw þar sem í boði eru ýmsar gönguleiðir og hægt er að stunda fjallahjólreiðar. Á vorin ár hvert er haldin Keswick fjallahátíðin þar sem boðið er upp á þátttöku í ýmsum utandyra íþróttum, t.d. sundi og utanvegarhlaupi. Hins vegar er hægt að finna eitthvað við sitt hæfi í Keswick allt árið um kring.

Cortina d'Ampezzo, Ítalía
Cortina d'Ampezzo, Ítalía Betty Subrizi/Unsplash

Cortina d’Ampezzo, Ítalía

Bærinn er frægur fyrir að hafa hýst vetrarólympíuleikana en býður upp á margt annað en snævi þaktar brekkur. Þar eru töfrandi göngu- og hjólaleiðir sem er auðvitað paradís ævintýraferðamanna. Þá er Cristello Resort & Spa nefnt sem ómissandi partur af heimsókn í bæinn en sem stendur eru unnar endurbætur á spa-staðnum og verður hann opnaður aftur sumarið 2025.

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert