Fimm bestu fjallabæirnir sem útivistarfólkið elskar

Innbruck í Austurríki er vinsæll útivistarbær. Hér má skíðamann með …
Innbruck í Austurríki er vinsæll útivistarbær. Hér má skíðamann með hund uppi í fjalli. Frederik Rosar/Unsplash

Ertu að leita að skíðaáfanga­stöðum, huggu­leg­um fjalla­kof­um eða æv­in­týra­legri úti­vist fyr­ir næsta ferðalag? Þá gætu þess­ir áfangastaðir verið eitt­hvað fyr­ir þig. Sér í lagi ef þú ætl­ar í skíðaferð í vet­ur. 

List­inn, þar sem finna má fimmtán bæi, er feng­inn frá Tra­vel and Leisure og var sett­ur sam­an af leiðsögu­mönn­um, ferðaráðgjöf­um og öðrum sér­fróðum um hina mis­mun­andi áfangastaði.

Hér er að geta fimm þeirra bæja sem komust á list­ann.

Zermatt, Sviss
Zermatt, Sviss Michael Hamments/​Unsplash

Zermatt, Sviss

Þeir eru ófá­ir sem mæla með Zermatt sem hef­ur að geyma ein­stakt út­sýni yfir Matter­horn fjallið í ölp­un­um, á landa­mær­um Sviss og Ítal­íu. Á hverju horni í bæn­um er að finna staði sem bjóða upp á allt það besta í sviss­nesk­um mat og drykk. Þá er mælt með að bóka her­bergi á The Omnia hót­el­inu sem er frá­bær­lega staðsett og býður upp á brjálæðis­legt út­sýni. Kirkju­g­arður fjall­göngu­manna er víst ómiss­andi á list­an­um yfir staði sem á að skoða í Zermatt.

Chamonix, Frakkland
Chamon­ix, Frakk­land Pat­rick Boucher/​Unsplash

Chamon­ix, Frakk­land

Bær­inn stend­ur við jaðar Mont-Blanc, hæsta tind frönsku alp­anna og þar er að finna óviðjafn­an­leg­ar göngu­leiðir. Hægt er að prófa klif­ur, hjól­reiðar og jafn­vel svif­vængja­flug, fyr­ir utan skíðaiðkun. Ferð með Aiguille du Midi kláf­in­um er upp­lif­un sem all­ir ættu að prófa en kláf­ur­inn fer í um 3.660 metra hæð.

Innsbruck, Austurríki
Inns­bruck, Aust­ur­ríki Wolfgang Weiser/​Unsplash

Inns­bruck, Aust­ur­ríki

Inns­bruck gæti hæg­lega verið borg en hef­ur samt sem áður alla eig­in­leika fjalla­bæj­ar. Kláf­ur ligg­ur úr bæn­um og upp í fjöll­in þar sem hægt er að fara í göngu­ferðir og jafn­vel í alpa-dýrag­arð. Menn­ing­ar­leg­ur bær með fal­leg­ar hall­ir, frá­bær­ar versl­an­ir og stór­kost­lega veit­ingastaði.

Fjallavegur við Keswick á Englandi
Fjalla­veg­ur við Keswick á Englandi Benjam­in Elliott/​Unsplash

Keswick, Eng­land

Í bak­g­arðinum eru fal­leg­ir tind­ar á borð við Hel­vellyn og Skiddaw þar sem í boði eru ýms­ar göngu­leiðir og hægt er að stunda fjalla­hjól­reiðar. Á vor­in ár hvert er hald­in Keswick fjalla­hátíðin þar sem boðið er upp á þátt­töku í ýms­um ut­an­dyra íþrótt­um, t.d. sundi og ut­an­veg­ar­hlaupi. Hins veg­ar er hægt að finna eitt­hvað við sitt hæfi í Keswick allt árið um kring.

Cortina d'Ampezzo, Ítalía
Cort­ina d'Am­pezzo, Ítal­ía Betty Su­brizi/​Unsplash

Cort­ina d’Am­pezzo, Ítal­ía

Bær­inn er fræg­ur fyr­ir að hafa hýst vetr­arólymp­íu­leik­ana en býður upp á margt annað en snævi þakt­ar brekk­ur. Þar eru töfr­andi göngu- og hjóla­leiðir sem er auðvitað para­dís æv­in­týra­ferðamanna. Þá er Cristello Resort & Spa nefnt sem ómiss­andi part­ur af heim­sókn í bæ­inn en sem stend­ur eru unn­ar end­ur­bæt­ur á spa-staðnum og verður hann opnaður aft­ur sum­arið 2025.

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert