Hvað á að gera á 48 klukkustundum í Lissabon

Fjörutíuogátta tíma fríi í Lissabon getur verið vel varið.
Fjörutíuogátta tíma fríi í Lissabon getur verið vel varið. Louis Droege/Unsplash

Höfuðborg­in Lissa­bon er staðsett við strand­lengju Portú­gals. Á vefsíðu Pla­net D má finna leiðbein­ing­ar um hvernig tím­an­um í Lissa­bon er best varið á aðeins 48 klukku­stund­um. Hver eru flott­ustu hverf­in og hvar er að finna mesta aðdrátt­ar­aflið, góð ráð varðandi gist­ingu og mat og hvað eina sem aðstoðað get­ur við ferðaplön­in.

Lisssa­bon-kortið veit­ir aðgang að vin­sæl­ustu stöðunum og með kort­inu er hægt er að kom­ast fram­hjá löng­um biðröðum. Hægt er að kaupa kortið fyr­ir­fram en það veit­ir einnig aðgang í al­menn­ings­sam­göng­ur.

Göngutúr um Belém hverfið hefur margt að bjóða.
Göngu­túr um Belém hverfið hef­ur margt að bjóða. Elio Santos/​Unsplash

Dag­ur 1 

Belém hverfið er staðsett meðfram Tag­us ánni, aðeins í stuttri fjar­lægð frá miðbæn­um með spor­vagn­in­um. Þar er hægt að skoða Belém turn­inn sem er einn af fáum minn­is­vörðum sem stóðu eft­ir jarðskjálft­ann 1755 og eitt af sjö undr­um Portúgal og á heims­minja­skrá UNESCO. Turn­inn gæti verið frá­bær byrj­un.

Belém-turninn.
Belém-turn­inn. Bern­ar­do Lor­ena Ponte/​Unsplash

Í stuttri göngu­fjar­lægð frá turn­in­um er Jeróni­mos-klaustrið, sem er einnig á heims­minja­skrá UNESCO. Það var byggt á 16. öld til að heiðra Vasco de Gama, fyrsta Evr­ópu­bú­ann sem komst sjó­leiðina til Ind­lands. Sann­kallað meist­ara­verk, en bygg­ing­in er al­sett út­skornu mynstri. Þar er einnig Santa Maria-kirkj­an sem er graf­hýsi Vasco de Gama 

Padrão dos Descobri­mentos, minn­is­varði Vasco de Gama, stend­ur ná­lægt klaustr­inu. 

Partur af minnisvarðanum um Vasco de Gama.
Part­ur af minn­is­varðanum um Vasco de Gama. Bruno Mart­ins/​Unsplash

Í sama hverfi er Pasté­is de Belém en það er um að gera að heim­sækja staðinn, fá sér kaffi og smakka kök­ur sem eru eitt af ein­kenn­um portú­galskr­ar mat­ar­gerðar og bakaðar eft­ir aldagam­alli leyni-upp­skrift.

Göngu­túr eft­ir Tag­us-ánni er upp­lif­un út af fyr­ir sig, en meðfram henni eru minn­is­varðar og söfn sem eru þess virði að heim­sækja, t.d. hið mik­il­feng­lega safn list­ar, arki­tekt­úrs og tækni (MAAT).

MAAT safnið.
MAAT safnið. Michiel Anna­ert/​Unsplash

Til að enda dag­inn er hægt að ganga að LX Factory, gam­alt iðnaðar­hverfi sem er í dag eitt sval­asta hverfið í Lissa­bon. Þar er að finna veit­ingastaði, versl­an­ir, listagalle­rí o.fl. Þar er frá­bært að fá sér eitt­hvað í svang­inn og drykk með, njóta þess að horfa á mann­lífið. En hverfið er einnig vin­sælt meðal íbúa Lissa­bon sem seg­ir meira en mörg orð.

LX Factory er mjög vinsælt meðal Portúgala og er því …
LX Factory er mjög vin­sælt meðal Portú­gala og er því til­valið að kíkja þangað sé vilji fyr­ir að vera meira í kring­um inn­fædda. Maxence Bouni­ort/​Unsplash

Hefðbund­inn kvöld­verður og Fadó-sýn­ing, menn­ing­ar­leg­ur- og tákn­rænn auður í portú­galskri tónlist, er eitt­hvað sem ekki má missa af og þess vegna er mælt með að bóka á eina slíka með fyr­ir­vara.

Dag­ur 2 

Á degi 2 er hægt að fara i gamla bæ­inn og skoða líf­leg hverf­in sem til­heyra þeim hluta Lissa­bon. 

Al­fama er eitt elsta hverfið í Lissa­bon. Al­gjör­lega ekta, ef hægt er að orða það svo: Þröng­ar göt­ur þar sem ómar Fadó-tónlist. 

Séð yfir Alfama hverfið.
Séð yfir Al­fama hverfið. Veronika Jorjo­bert/​Unsplash

Eitt af því sem verður að skoða er dóm­kirkj­an í Lissa­bon og ef áhugi er fyr­ir að fræðast meira um fadó-tónlist er vert að heim­sækja fadó-safnið sem staðsett er í Al­fama hverf­inu aðeins steinsnar frá dóm­kirkj­unni.

Yf­ir­grips­mik­il upp­lif­un með minja­grip­um og per­sónu­leg­um mun­um frá goðsagna­kennd­um fadó-söngvur­um. 

Þjóðarmu­sterið, bygg­ing í áhrifa­mikl­um barrok-stíl, er einnig í Al­fama hverf­inu og hýs­ir hinsta hvíld­arstað margra af þekkt­ustu ein­stak­ling­um Portú­gals, t.a.m fyrr­um for­seta og fadó-söngv­ara. 

Sporvagn 28 (Tram 28) getur farið með þig í skemmtilegustu …
Spor­vagn 28 (Tram 28) get­ur farið með þig í skemmti­leg­ustu og líf­leg­ustu hverf­in í Lissa­bon. Stevo/​Unsplash

Spor­vagn 28. Í gul­um lit ferðast spor­vagn­inn milli feg­urstu hverf­anna í Lissa­bon. Ferðin byrj­ar á Martim Mon­iz og nær há­marki í Campo de Ourique. Spor­vagn­inn líður eft­ir þröng­um göt­um Al­fama og hef­ur viðkomu á þekkt­um stöðum eins og hinum tign­ar­lega São Jor­ge-kast­ala, í gegn­um hið líf­lega Baixa hverfi og einnig heill­andi hverfi: Graça og Estrela.  

Leið sporvagnsins liggur um þröngar götur í Alfama
Leið spor­vagns­ins ligg­ur um þröng­ar göt­ur í Al­fama Matt­hi­as Mullie/​Unsplash

Fleiri hug­mynd­ir sem hægt væri að setja inn í 48 klukku­stunda áætl­un­ina má finna á vefsíðu The Pla­net D.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert