Hvað á að gera á 48 klukkustundum í Lissabon

Fjörutíuogátta tíma fríi í Lissabon getur verið vel varið.
Fjörutíuogátta tíma fríi í Lissabon getur verið vel varið. Louis Droege/Unsplash

Höfuðborgin Lissabon er staðsett við strandlengju Portúgals. Á vefsíðu Planet D má finna leiðbeiningar um hvernig tímanum í Lissabon er best varið á aðeins 48 klukkustundum. Hver eru flottustu hverfin og hvar er að finna mesta aðdráttaraflið, góð ráð varðandi gistingu og mat og hvað eina sem aðstoðað getur við ferðaplönin.

Lisssabon-kortið veitir aðgang að vinsælustu stöðunum og með kortinu er hægt er að komast framhjá löngum biðröðum. Hægt er að kaupa kortið fyrirfram en það veitir einnig aðgang í almenningssamgöngur.

Göngutúr um Belém hverfið hefur margt að bjóða.
Göngutúr um Belém hverfið hefur margt að bjóða. Elio Santos/Unsplash

Dagur 1 

Belém hverfið er staðsett meðfram Tagus ánni, aðeins í stuttri fjarlægð frá miðbænum með sporvagninum. Þar er hægt að skoða Belém turninn sem er einn af fáum minnisvörðum sem stóðu eftir jarðskjálftann 1755 og eitt af sjö undrum Portúgal og á heimsminjaskrá UNESCO. Turninn gæti verið frábær byrjun.

Belém-turninn.
Belém-turninn. Bernardo Lorena Ponte/Unsplash

Í stuttri göngufjarlægð frá turninum er Jerónimos-klaustrið, sem er einnig á heimsminjaskrá UNESCO. Það var byggt á 16. öld til að heiðra Vasco de Gama, fyrsta Evrópubúann sem komst sjóleiðina til Indlands. Sannkallað meistaraverk, en byggingin er alsett útskornu mynstri. Þar er einnig Santa Maria-kirkjan sem er grafhýsi Vasco de Gama 

Padrão dos Descobrimentos, minnisvarði Vasco de Gama, stendur nálægt klaustrinu. 

Partur af minnisvarðanum um Vasco de Gama.
Partur af minnisvarðanum um Vasco de Gama. Bruno Martins/Unsplash

Í sama hverfi er Pastéis de Belém en það er um að gera að heimsækja staðinn, fá sér kaffi og smakka kökur sem eru eitt af einkennum portúgalskrar matargerðar og bakaðar eftir aldagamalli leyni-uppskrift.

Göngutúr eftir Tagus-ánni er upplifun út af fyrir sig, en meðfram henni eru minnisvarðar og söfn sem eru þess virði að heimsækja, t.d. hið mikilfenglega safn listar, arkitektúrs og tækni (MAAT).

MAAT safnið.
MAAT safnið. Michiel Annaert/Unsplash

Til að enda daginn er hægt að ganga að LX Factory, gamalt iðnaðarhverfi sem er í dag eitt svalasta hverfið í Lissabon. Þar er að finna veitingastaði, verslanir, listagallerí o.fl. Þar er frábært að fá sér eitthvað í svanginn og drykk með, njóta þess að horfa á mannlífið. En hverfið er einnig vinsælt meðal íbúa Lissabon sem segir meira en mörg orð.

LX Factory er mjög vinsælt meðal Portúgala og er því …
LX Factory er mjög vinsælt meðal Portúgala og er því tilvalið að kíkja þangað sé vilji fyrir að vera meira í kringum innfædda. Maxence Bouniort/Unsplash

Hefðbundinn kvöldverður og Fadó-sýning, menningarlegur- og táknrænn auður í portúgalskri tónlist, er eitthvað sem ekki má missa af og þess vegna er mælt með að bóka á eina slíka með fyrirvara.

Dagur 2 

Á degi 2 er hægt að fara i gamla bæinn og skoða lífleg hverfin sem tilheyra þeim hluta Lissabon. 

Alfama er eitt elsta hverfið í Lissabon. Algjörlega ekta, ef hægt er að orða það svo: Þröngar götur þar sem ómar Fadó-tónlist. 

Séð yfir Alfama hverfið.
Séð yfir Alfama hverfið. Veronika Jorjobert/Unsplash

Eitt af því sem verður að skoða er dómkirkjan í Lissabon og ef áhugi er fyrir að fræðast meira um fadó-tónlist er vert að heimsækja fadó-safnið sem staðsett er í Alfama hverfinu aðeins steinsnar frá dómkirkjunni.

Yfirgripsmikil upplifun með minjagripum og persónulegum munum frá goðsagnakenndum fadó-söngvurum. 

Þjóðarmusterið, bygging í áhrifamiklum barrok-stíl, er einnig í Alfama hverfinu og hýsir hinsta hvíldarstað margra af þekktustu einstaklingum Portúgals, t.a.m fyrrum forseta og fadó-söngvara. 

Sporvagn 28 (Tram 28) getur farið með þig í skemmtilegustu …
Sporvagn 28 (Tram 28) getur farið með þig í skemmtilegustu og líflegustu hverfin í Lissabon. Stevo/Unsplash

Sporvagn 28. Í gulum lit ferðast sporvagninn milli fegurstu hverfanna í Lissabon. Ferðin byrjar á Martim Moniz og nær hámarki í Campo de Ourique. Sporvagninn líður eftir þröngum götum Alfama og hefur viðkomu á þekktum stöðum eins og hinum tignarlega São Jorge-kastala, í gegnum hið líflega Baixa hverfi og einnig heillandi hverfi: Graça og Estrela.  

Leið sporvagnsins liggur um þröngar götur í Alfama
Leið sporvagnsins liggur um þröngar götur í Alfama Matthias Mullie/Unsplash

Fleiri hugmyndir sem hægt væri að setja inn í 48 klukkustunda áætlunina má finna á vefsíðu The Planet D.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert