Play flýgur til Antalya í Tyrklandi

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Bernhard Kristinn

Flug­fé­lagið Play ætl­ar að hefja áætl­un­ar­flug til An­ta­lya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrj­un júní­mánaðar áður en áætl­un­in verður tek­in upp að nýju í sept­em­ber og fram yfir miðjan nóv­em­ber.

„An­ta­lya er ein­stak­lega áhuga­verður áfangastaður sem mun vafa­laust laða að marga Íslend­inga á næsta ári. Borg­in mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menn­ingu Tyrk­lands sem og þá sem vilja magnaða sól­ar­landa­upp­lif­un. Við höf­um það að mark­miði að bjóða eina flott­ustu sól­ar­landa­áætl­un sem völ er á og styrkj­um hana enn frek­ar með þess­um frá­bæra áfangastað,” seg­ir Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play.

Play ætlar að fljúga til Antalya í Tyrklandi.
Play ætl­ar að fljúga til An­ta­lya í Tyrklandi. Ljós­mynd/​Pex­els/​Oguz Kag­an Cevik

Golf­vell­ir og vin­sæll skemmtig­arður

Saga, menn­ing og nátt­úra ein­kenna An­ta­lya og staður­inn er vin­sæll áfangastaður við Miðjarðahafið. Hægt er að ganga um göt­ur Kal­eici-hverf­is­ins og virða fyr­ir sér bygg­ing­ar­stíl frá tím­um Ot­tóm­ana á sama tíma og hægt er að skoða spenn­andi versl­an­ir og bregða sér á sjarmer­andi kaffi­hús. Þeir sem sækja í af­slöpp­un munu eiga góðar stund­ir á Konya­alti og Lara-strönd­un­um. Nátt­úru­unn­end­ur geta einnig virt fyr­ir sér Düd­en-foss­ana og hina fornu borg Ter­messos sem veit­ir mik­il­væga inn­sýn í sögu Tyrk­lands.

Vin­sæl­ir golf­vell­ir eru á svæðinu en þar er líka hægt að finna skemmtig­arðinn The Land of Le­g­ends sem er einn af þeim stærstu og glæsi­leg­ustu í Tyrklandi. Þar má finna vatns­renni­braut­ir, rúss­íbana, sýn­ing­ar, versl­an­ir og veit­ingastaði.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert