Icelandair og TAP í samstarf

Þessi ljósmynd var tekin í Lissabon í dag þegar samningurinn …
Þessi ljósmynd var tekin í Lissabon í dag þegar samningurinn á milli Icelandair og TAP var undirritaður.

Íslenska flug­fé­lagið Icelanda­ir og portú­galska flug­fé­lagið TAP und­ir­rituðu sam­starfs­samn­ing um sam­merkt flug á skrif­stofu þess síðar­nefnda á Lissa­bon flug­velli fyrr í dag. Flug­fé­lög­in hafa unnið sam­an um ára­bil en með sam­merktu flugi er sam­starfið aukið enn frek­ar. Þannig munu viðskipta­vin­ir geta nýtt þægi­leg­ar teng­ing­ar á milli leiðakerfa flug­fé­lag­anna og úr­val tengi­mögu­leika eykst.

„Það er mjög spenn­andi að bæta TAP við öfl­ug­an hóp sam­starfs­flug­fé­laga okk­ar. Við hóf­um ný­verið flug til Lissa­bon og með því að bjóða einnig upp á sam­merkt flug með TAP get­um við stór­aukið úr­val áfangastaða í tengiflugi. Þannig munu farþegar sem hefja flugið á Íslandi geta haft viðdvöl í Lissa­bon á leið sinni til spenn­andi áfangastaða í leiðakerfi TAP. Viðskipta­vin­ir TAP geta sömu­leiðis nýtt sér að fljúga frá fjölda áfangastaða TAP, í gegn­um Lissa­bon til Íslands og jafn­vel áfram til fjölda áfangastaða í okk­ar öfl­uga leiðakerfi,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelanda­ir. 

John Lysebjerg Rasmusen, sölustjóri suður- Evrópu hjá Icelandair, Henri-Charles Ozarovsky, …
John Lyse­bjerg Rasmu­sen, sölu­stjóri suður- Evr­ópu hjá Icelanda­ir, Henri-Char­les Oz­arov­sky, yf­ir­maður alþjóðamála hjá TAP, Mário Chaves, fram­kvæmda­stjóri flugrekstr­ar­sviðs TAP, Luís Rodrigu­es, for­stjóri TAP, Tóm­as Inga­son, fram­kvæmda­stjóri tekju-, þjón­ustu- og markaðssviðs Icelanda­ir Helgi Már Björg­vins­son, yf­ir­maður alþjóðamála hjá Icelanda­ir og Mahes­bin Sam­ssudin yf­ir­maður sam­starfs hjá TAP.

Þægi­leg­ar teng­ing­ar

„Sam­starfið við Icelanda­ir mun auka úr­val ferðamögu­leika og áfangastaða sem viðskipta­vin­ir okk­ar geta valið úr. Þannig munu opn­ast þægi­leg­ar teng­ing­ar til Íslands, sem er einn af mest spenn­andi áfanga­stöðunum í dag, og fjöl­marg­ar teng­ing­ar fyr­ir viðskipta­vini Icelanda­ir um öfl­ugt leiðakerfi okk­ar frá Lissa­bon. Við hlökk­um til að starfa með Icelanda­ir að því að auðvelda fólki að ferðast um heim­inn,“ seg­ir Luís Rodrigu­es, for­stjóri TAP. 

TAP flýg­ur til um 90 áfangastaða víða um heim, meðal ann­ars í Evr­ópu, Afr­íku og Suður-Am­er­íku. Á meðal áhuga­verðra staða í leiðakerfið TAP eru Rio de Jan­eiro, São Pau­lo, Porto og Græn­höfðaeyj­ar. Leiðakerfi Icelanda­ir spann­ar um 60 áfangastaði í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku. Bæði flug­fé­lög er þekkt fyr­ir að bjóða upp á svo­kallað Stopo­ver sem ger­ir farþegum kleift að hafa viðdvöl í heima­lönd­um fé­lag­anna þegar ferðast er á milli áfangastaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert