Simone Biles: Sjö ómissandi hlutir á ferðalagi

Fimleikastjarnan Simone Biles mælir með að klæðast einhverju mjúku og …
Fimleikastjarnan Simone Biles mælir með að klæðast einhverju mjúku og teygjanlegu á meðan ferðast er. Skjáskot/Instagram

Flest­ir geta verið sam­mála því að best sé að klæðast ein­hverju mjúku og þægi­legu í flugi. Simo­ne Biles, fim­leika­stjarn­an í landsliði Banda­ríkj­anna, hef­ur sett nýja og spenn­andi íþrótta­vöru­línu á markað.

Lín­an heit­ir At­hleta x Simo­ne Biles og sam­an­stend­ur af tíma­laus­um og þægi­leg­um fatnaði fyr­ir kon­ur á öll­um aldri.

Biles, sem er til­tölu­lega ný­kom­in heim frá fjög­urra gull­verðlauna ferð á Ólymp­íu­leik­ana í Par­ís, deil­ir með Tra­vel and Leisure hvaða hlut­ir eru henn­ar upp­á­hald á ferðalagi.

Það ætti ekki að koma á óvart að henn­ar eig­in hönn­un verði fyr­ir val­inu. 

Myndirðu ekki allan daginn velja leggings fram yfir gallabuxur í …
Mynd­irðu ekki all­an dag­inn velja legg­ings fram yfir galla­bux­ur í flugið? Skjá­skot/​In­sta­gram

Biles seg­ist helst myndi kjósa At­hleta Elati­on 7/​8 Legg­ings, sem eru ekki ein­ung­is æf­inga­bux­ur held­ur einnig frá­bær­ar til hvers­dags­legra nota. Þriggja laga mitt­is­bandið veit­ir stuðning og þægind á ferðalagi. 

Ótrúlega flott í bomber jakkanum.
Ótrú­lega flott í bom­ber jakk­an­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Að ofan vel­ur hún nota­leg­an topp ásamt At­hleta Sa­teen Bom­ber Jacket, sem er „overs­ized“ satín bom­ber jakki, með rennd­um vös­um.

Fyr­ir þær sem eru sjúk­ar í eitt­hvað mjúkt og enn meira kósý er jogg­ingall­inn frá línu Biles úr teygj­an­legu flís­efni, en gall­arn­ir eru um þess­ar mund­ir í fal­leg­um haust­tón­um.

Jogginggallarnir úr línunni hennar eru mjúkir og þægilegir.
Jogg­inggall­arn­ir úr lín­unni henn­ar eru mjúk­ir og þægi­leg­ir. Skjá­skot/​In­sta­gram

Sjálf ferðast hún ekki öðru­vísi en að vera með mittistösku, sem er ef­laust ein praktísk­asta leiðin til að geyma vega­bréfið, sím­ann og veskið.

Hver elsk­ar ekki að hafa frjáls­ar hend­ur? 

Nauðsyn­leg­ur hluti af ferðalag­inu eru Apple AirPods Pro 2 heyrnatól­in, eitt­hvað sem Biles sést ávallt með á ferðalög­um. Þau úti­loka um­hverf­is­hljóð og gefa enn meira til­efni til slök­un­ar á meðan á flug­inu stend­ur. 

Varasalvinn Summer Fridays Lip Balm er málið samkvæmt Biles.
Vara­sal­vinn Sum­mer Fri­days Lip Balm er málið sam­kvæmt Biles. Skjá­skot/​In­sta­gram

Að lok­um nefn­ir Biles vara­sal­vann Sum­mer Fri­days Lip Balm, en hún tel­ur nauðsyn­legt að halda vör­un­um rök­um og mjúk­um hvort sem er í flug­inu, yfir dag­inn eða fyr­ir svefn­inn. Vara­sal­vinn er með ljúf­feng­um vanilluilm og er ómiss­andi í veskið.

Tra­vel and Leisure 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert