Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og kærasti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, njóta nú alls þess besta sem Indónesía hefur upp á að bjóða. Parið, sem er ástfangið upp fyrir haus, hefur deilt draumkenndum myndum frá ferðalagi sínu á Instagram.
Katrín og Brooks fóru í köfunarferð og virtu fyrir sér lífið neðansjávar og heimsóttu einnig Kómódó-eyju undan ströndum Súmötru og sáu þar kómódó-dreka sem er stærsta núlifandi eðla heims.
Parið, sem opinberaði samband sitt í ágúst 2021, hefur verið duglegt að fljúga á vit ævintýranna síðustu ár og hefur meðal annars heimsótt Tortóla, Tansaníu og Lundúnir.