Þetta er hluturinn sem ber að varast á hótelherbergjum

Ísfötur eru sérstaklega varasamar af ýmsum ástæðum.
Ísfötur eru sérstaklega varasamar af ýmsum ástæðum. Priscilla Du Preez/Unsplash

Ferðalög bjóða upp á alls kyns upp­lif­un, þau eru skemmti­leg, fræðandi og ró­andi. Gætu jafn­vel verið lífs­breyt­andi. En ým­is­legt ber að var­ast sam­kvæmt Tra­vel and Leisure, sér­stak­lega þegar inn­ritað er inn á nýtt hót­el. Ákveðin vitn­eskja um óhrein­indi á hót­el­her­bergj­um gæti fengið gesti til að vera með spritt­brús­ann á lofti. 

Bri­an Labus, lektor í far­alds- og líf­fræði við há­skól­ann í Nevada í Las Vegas, seg­ir ís­föt­urn­ar vera aðal vanda­málið þegar kem­ur að út­breiðslu sýk­inga.

Best að fóðra föt­urn­ar að inn­an

Hann mæl­ir ein­dregið með að fóðra föt­urn­ar að inn­an áður en þær eru notaðar. Hann nefn­ir nóróveiru-hóp­sýk­ingu sem þeir rann­sökuðu fyr­ir nokkr­um árum. Fólk sem kastaði upp hafi gripið í það sem var hendi næst; ís­föt­una.

Þegar baðher­berg­in voru sótt­hreinsuð fyr­ir næstu gesti, hafi ís­föt­urn­ar aðeins verið skolaðar. Næstu gest­ir hafi því fengið óvænta viðbót með klök­un­um í ís­föt­unni. 

Þá seg­ir hann að ekki nokk­ur leið sé að verj­ast smiti sem þessu á hót­el­her­bergj­um, nema gest­ir taki upp á að þrífa her­berg­in sjálf­ir fyr­ir notk­un.

Hann mæl­ir jafn­framt með að gest­ir hagi sér eins og sótt­varna­lækn­ar við kom­una á nýtt hót­el­her­bergi.

Tra­vel and Leisure.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert