Íslensk ofurkona á olíuborpalli stofnaði ferðafyrirtæki

Árið 2014 urðu mikil tímamót í lífi Önnu Svölu Árnadóttur …
Árið 2014 urðu mikil tímamót í lífi Önnu Svölu Árnadóttur og sonar hennar Tómasar Árna þegar þau fluttu til Noregs. Samsett mynd

Árið 2014 urðu mik­il tíma­mót í lífi Önnu Svölu Árna­dótt­ur og son­ar henn­ar Tóm­as­ar Árna þegar þau fluttu til Nor­egs. Í dag starfar Anna á olíu­bor­palli í Norður­sjón­um ásamt því að reka lífstíls- og ferðafyr­ir­tækið NOOR Happ­en­ing, ásamt vin­konu sinni Vil­borgu Víðis­dótt­ur.

„NOOR býður viðskipta­vin­um upp á það sem heill­ar okk­ur sjálf­ar,“ seg­ir Anna.

Báðar eru þær menntaðir dans­kenn­ar­ar, hafa tekið ýmis nám­skeið á borð við stott pila­tes og lokið jóga­kenn­ara­námi.

Anna seg­ir þær einnig hafa víðtæka reynslu af viðburðastjórn­un eins og við skipu­lagn­ingu ferða fyr­ir vina­hópa og vinnustaði.

Það spilaði líka stór­an þátt í ákvörðun­inni að búa til þess­ar skemmti­legu ferðir í gegn­um NOOR að fjar­lægðin á milli okk­ar vin­kvenn­anna er svo löng og mik­il,“ en Vil­borg er bú­sett í Par­ís og Anna í Stavan­ger. 

Anna hefur í nógu að snúast í Stavanger enda ekki …
Anna hef­ur í nógu að snú­ast í Stavan­ger enda ekki vön öðru en að hafa mörg járn í eld­in­um. Ljós­mynd úr einka­safni

Féll fyr­ir Stavan­ger

„Ástæðan fyr­ir að Stavan­ger varð fyr­ir val­inu var sú að vin­ir mín­ir bjuggu hér þegar ég flutti til Nor­egs svo það var gott að fá leiðsögn og aðstoð við fyrstu skref­in i nýju landi.“

Stavan­ger er á suðvest­ur­strönd Nor­egs, í um 7-8 klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá Ósló. Anna seg­ir bæ­inn vera olíu­bæ Nor­egs, með um 150.000 íbúa og að þar hafi byrjað svo­kallað ol­íuæv­in­týri.

„En þetta er alþjóðleg­ur og sjarmer­andi bær sem býður upp á fal­lega nátt­úru og fjöl­breytt mann­líf, marga góða veit­ingastaði og bari.“ 

Stavanger er alþjóðlegur og sjarmerandi bær á suðvesturströnd Noregs.
Stavan­ger er alþjóðleg­ur og sjarmer­andi bær á suðvest­ur­strönd Nor­egs. Ljós­mynd úr einka­safni

Hverju mæl­irðu með í Stavan­ger?

„Ekki ætti að láta Far­ge­göt­una fram hjá sér fara, en það er göngu­gata með mjög lit­rík­um hús­um, ljós­um og mann­lífi.“

Anna nefn­ir einnig Gamle Stavan­ger, gamla bæ­inn, sem er sér­lega skemmti­legt hverfi með fal­legri tréhúsa­byggð frá því seint á 18 öld. Í hverf­inu er m.a. að finna nokk­ur listagalle­rí og kaffi­hús. 

Gamle Stavanger er að sögn Önnu sérlega skemmtilegt hverfi með …
Gamle Stavan­ger er að sögn Önnu sér­lega skemmti­legt hverfi með fal­legri tréhúsa­byggð. Ljós­mynd úr einka­safni

Seid Grill og Coktail­b­ar

Hvar á að borða?

„Upp­á­haldsveit­ingastaður­inn minn heit­ir Seid Grill og Coktail­b­ar og er sér­lega fal­leg­ur staður sem er staðsett­ur á 16. hæð með frá­bæru út­sýni yfir borg­ina.“

Hvernig er drauma­dag­ur­inn þinn?

„Drauma­dag­ur­inn hefst á facetime hitt­ingi við vin­konu mína Vil­borgu sem bú­sett er í Par­ís,“ en gott kaffi í fal­leg­um bolla seg­ir Anna vera ómiss­andi með spjall­inu sem linn­ir ekki fyrr en þær stöll­ur telji sig hafa leyst lífs­gát­una þann dag­inn. Það get­ur tekið mis­lang­an tíma en metið er átta klukku­stund­ir og 45 mín­út­ur.

Það er stutt í stórbrotna náttúru frá Stavanger.
Það er stutt í stór­brotna nátt­úru frá Stavan­ger. Ljós­mynd úr einka­safni

Ferð fyr­ir hug­rakk­ar kon­ur

„Þá tek­ur við hreyf­ing, góður mat­ur, slök­un yfir góðu hlaðvarpi og sam­vera með skemmti­legu fólki svo eitt­hvað sé nefnt,“ og bæt­ir því við að til að toppa góðan dag fer hún og fær sér ís í ís­lensku ísbúðinni Moogoo. 

Að lok­um seg­ir Anna að aldrei sé að vita nema fyr­ir­tæki henn­ar NOOR Happ­en­ing muni bjóða upp á ferðir til Stavan­ger í framtíðinni, en fyrst sé að huga að næstu ferð fyr­ir­tæk­is­ins til Kana­ríeyja í lok fe­brú­ar á næsta ári.

Sú ferð sé hugsuð fyr­ir hug­rakk­ar og skemmti­leg­ar kon­ur á öll­um aldri.

Hreyfing blæs lífi í hversdagsleikann og eykur orkuna.
Hreyf­ing blæs lífi í hvers­dags­leik­ann og eyk­ur ork­una. Ljós­mynd úr einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert