Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands

Kerlingarfjöll Highland Base virkja möguleika sögufrægs útivistarsvæðis á spennandi hátt, …
Kerlingarfjöll Highland Base virkja möguleika sögufrægs útivistarsvæðis á spennandi hátt, með vel hannaðri aðstöðu og fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu. Samsett mynd

Kerl­inga­fjöll Há­lend­ismiðstöð eft­ir hönn­un­art­eymi Bláa Lóns­ins, Basalt arki­tekta og Design Group Italia er til­nefnd­ur sem staður árs­ins á Hönn­un­ar­verðlaun­un­um 2024. Verðlauna­hátíðin fer fram þann 7. nóv­em­ber í Grósku.

Rök­stuðning dóm­nefnd­ar má lesa hér að neðan:

„Kerl­ing­ar­fjöll High­land Base virkja mögu­leika sögu­frægs úti­vist­ar­svæðis á spenn­andi hátt, með vel hannaðri aðstöðu og fjöl­breyttri þjón­ustu og afþrey­ingu. Í Kerl­ing­ar­fjöll­um er nú heils­árs­áfangastaður á miðhá­lendi Íslands, í stór­brot­inni en viðkvæmri nátt­úru. Al­gild hönn­un er í fyr­ir­rúmi og við all­ar fram­kvæmd­ir, allt frá frumdrög­um að smiðshöggi, hef­ur verið tekið til­lit til friðlýs­ing­ar og jarðminja á svæðinu.

Við hönn­un var horft til BREEAM-vist­vott­un­ar­kerf­is­ins og lögð áhersla á sjálf­bærni m.a. í efn­is­vali þar sem timb­ur er end­ur­nýtt og grjót í hleðslur fengið úr nærum­hverfi. Form og efni kall­ast á við magnað um­hverfið, út­lín­ur þorps­ins falla að nátt­úr­unni í kring og lýs­ing og hönn­un göngu­stíga styður einnig við ein­staka upp­lif­un gesta þar sem nátt­úr­an er í aðal­hlut­verki. Svæðið er gert eins aðgengi­legt og kost­ur er, og þannig flétt­ast sam­an virðing fyr­ir um­hverf­inu og inn­gild­ing allra gesta. Fólk get­ur notið svæðis­ins á ólík­um for­send­um, t.a.m. með því að nýta sér marg­vís­lega gisti­val­kosti.

Aðstaðan í Kerl­ing­ar­fjöll­um hvort tveggja mæt­ir kröf­um nú­tím­ans og heiðrar sögu staðar sem marg­ir bera sterk­ar taug­ar til.“

Varpa ljósi á mik­il­vægi og gæði 

Hönn­un­ar­verðlaun Íslands varpa ljósi á mik­il­vægi og gæði hönn­un­ar og arki­tekt­úrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífs­gæði, verðmæta­sköp­un og sjálf­bærni fyr­ir sam­fé­lagið allt. Verðlauna­flokk­um var fjölgað í þrjá í fyrra und­ir heit­un­um Verk // Staður // Vara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert