„Margir íbúanna í hverfinu snobbaðir, með púðluhunda og hneykslunarsvip“

Mynd tekin af Stínu fyrir kynningu á nýjustu plötu hennar …
Mynd tekin af Stínu fyrir kynningu á nýjustu plötu hennar Yours Unfaithfully. Ljósmynd/Anna Maggý

Krist­ín Birgitta Ágústs­dótt­ir eða öllu held­ur Stína Ágústs­dótt­ir er einn af fremstu jazz-tón­list­ar­mönn­um Íslands. Hún er bú­sett í Stokk­hólmi og hef­ur á síðustu árum komið sér fyr­ir í skandi­nav­ísku sen­unni og víðar. 

Ég á marg­ar upp­á­halds­borg­ir en er af­skap­lega skot­in í Stokk­hólmi akkúrat núna. Ég hef búið hér síðan 2011 en var að flytja niður í miðbæ og er virki­lega að njóta þess. Svo er Reykja­vík alltaf í hjart­anu og hinar borg­irn­ar sem ég hef búið í, London og Montreal.“

Aðspurð seg­ir hún Stokk­hólm hafa orðið fyr­ir val­inu vegna þess að borg­in hentaði fjöl­skyld­unni vel. 

Stína unir sér við í Svíþjóð, hún segir það hafa …
Stína unir sér við í Svíþjóð, hún seg­ir það hafa breyta miklu að vera nær fjöl­skyld­unni á Íslandi en áður bjó hún ásamt eg­in­manni og börn­um í Montreal í Kan­ada og fannst það of langt í burtu. Ljós­mynd/​úr einka­safni

Fal­legt hverfi en snobbaðir íbú­ar

Hvað heillaði mest við Stokk­hólm?

„Fyrst og fremst ná­lægðin við fjöl­skyldu og vini. En svo er ég að hluta til sænsk og hef verið mikið í Svíþjóð frá unga aldri. Ég heillaðist snemma af Stokk­hólmi í gegn­um bæk­ur Astrid Lind­gren og eft­ir að ég kom þangað sem barn á tón­leika­ferðalagi með móður­bræðrum mín­um sem voru rokk­stjörn­ur í þá daga.“

Stína er bú­sett á Östermalm sem hún seg­ir vera afar fal­legt hverfi með flott­um veit­inga­stöðum. En að marg­ir íbú­anna í hverf­inu séu snobbaðir, með púðluhunda og hneyksl­un­ar­svip. 

Í upp­á­haldi er Södermalm hverfið því þar búa flest­ir vin­ir henn­ar og mikið af tón­listar­fólki. „Það er svona hip­ster central Stokk­hólms.“ 

Stína er tónlistarkona og syng og semur tónlist að atvinnu.
Stína er tón­list­ar­kona og syng og sem­ur tónlist að at­vinnu. Ljós­mynd/​úr einka­safni

Bestu kræk­ling­ar í bæn­um

Áttu þér upp­á­halds veit­ingastað eða bar?

„Ég fór á ótrú­lega skemmti­leg­an stað um dag­inn sem heit­ir Ekstedt. Þar er allt eldað án raf­magns og maður leidd­ur í gegn­um eld­húsið og fær að smakka allskon­ar skemmti­legt. Mjög skemmti­leg upp­lif­un en jafn­framt í dýr­ari kant­in­um,“ seg­ir Stína og bæt­ir við að Glenn Miller Café sé í miklu upp­á­haldi.

Glenn Miller er goðsagna­kennd­ur jazz-klúbb­ur þar sem hún syng­ur einu sinni í mánuði en staður­inn er einnig með „bestu kræk­linga í bæn­um og besta jazz­inn.“

Þegar kem­ur að því að mæla með ein­hverju ómiss­andi nefn­ir Stína sér­stak­lega sögu­lest­ina á Juni­backen.

Stína segist ekki fara mikið út að skemmta sér í …
Stína seg­ist ekki fara mikið út að skemmta sér í Stokk­hólmi, aðeins eft­ir tón­leika sem hún held­ur og fer hún þá með hljóm­sveit­inni og starfs­fólki. Ljós­mynd/​úr einka­safni

Besti staður­inn og túrista­gildr­urn­ar

„Juni­backen er safn og leik­svæði fyr­ir börn með áherslu á Astrid Lind­gren og eig­in­lega ekk­ert æðis­legt að skoða ef maður er ekki með lít­il börn. En, þar er lest þar sem maður sit­ur út af fyr­ir sig og keyr­ir um æv­in­týra­leg­an heim bú­inn til úr líkön­um af sögu­sviðum úr bók­um Astrid Lind­gren. Sú lest­ar­ferð end­ar á Bróðir minn ljóns­hjarta og ég fer alltaf að skæla í lok henn­ar.“

Hvernig er drauma­dag­ur­inn þinn?

„Ætli það verði ekki bara draum­ur næsta sum­ar þegar ég get tekið því ró­lega fyrripart­inn, labbað svo á næsta gigg, spilað með upp­á­halds­tón­listar­fólk­inu mínu og tekið eft­ir­partý með fjöl­skyld­unni og öll­um á svöl­un­um heima.“

Stína er ekki viss um að til séu sér­stak­ar ferðamanna­gildr­ur í Stokk­hólmi en að per­sónu­lega finn­ist henni hroðal­egt að troðast í mann­fjöld­an­um á Drottn­ing­gat­an og í Gamla Stan eða gamla miðbæn­um. 

Ein færasta jazz-söngkona Íslendinga er búsett í Stokkhólmi og hefur …
Ein fær­asta jazz-söng­kona Íslend­inga er bú­sett í Stokk­hólmi og hef­ur smám sam­an komið sér inn í sen­una þar. Ljós­mynd/​Anna Maggý

Fyr­ir­hugaðir tón­leik­ar

Stína hef­ur fengið afar góða dóma sem tón­list­armaður og til­nefn­ing­ar til tón­list­ar­verðlauna.

Plat­an er inn­blás­in af til­finn­ing­um, hugs­un­um og gremju söng­kon­unn­ar sem hverf­ist um til­ætl­un­ar­semi þjóðfé­lags­ins í garð kvenna, mæðra og eig­in­kvenna. Að kon­ur þurfi að mát­ast vel í hin ólík­ur hlut­verk. Á nýj­ustu plötu henn­ar, sóló­plöt­unni Yours un­fait­hfully, fann Stína far­veg fyr­ir þess­ar til­finn­ing­arn­ar.  

Þann 25. októ­ber plat­an út og miðviku­dag­inn 30. októ­ber verður Stína með út­gáfu­tón­leika á Bird í Tryggvagötu.

Hægt er að ná í miða á útgáfutónleika hennar hérlendis …
Hægt er að ná í miða á út­gáfu­tón­leika henn­ar hér­lend­is í gegn­um tix.is. Ljós­mynd/​úr einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert