Hugsa út fyrir rammann á ferðalaginu

Expedia Group hefur birt upplýsingar um væntanlega ferðahegðun fólks árið …
Expedia Group hefur birt upplýsingar um væntanlega ferðahegðun fólks árið 2025. Samsett mynd/Derek Oyen/Mink Mingle

Ferðaspá Expedia fyr­ir kom­andi ár hef­ur verið gerð op­in­ber. Á Tra­vel and Leisure er listi yfir hvað stýri ferðahegðun fólks á þá staði sem lík­legt er að ferðalang­ar muni sækj­ast í.

List­inn bygg­ir á bók­un­ar­gögn­um frá Hotels.com og Vrbo og einnig á svör­um 25.000 neyt­enda. 

Ferðast var­anna vegna

Expedia Group seg­ir ferðamenn í aukn­um mæli búa til aukapláss í hand­far­angr­in­um og sníða jafn­vel heilu frí­in í kring­um vöru­kaup.

Þá hafa sam­fé­lags­miðlar spilað þar stórt hlut­verk til að mynda TikT­ok. Sam­kvæmt könn­un kom í ljós að 39% ferðamanna heim­sækja mat­vöru­versl­an­ir í fríi á meðan 44% þeirra sækja vör­ur sem ekki eru fá­an­leg­ar í heima­land­inu. 

„Allt innifalið“ er heitt 

Sam­kvæmt Expedia eru keðjur á borð við Hyatt, Marriott og Hilt­on að færa sig meira yfir í „allt innifalið“ pakk­ann. Til að mynda hef­ur Hyatt mikið gert út á Hyatt Vi­vid-hug­mynd­ina um að hafa allt innifalið í frí­inu. 

Fjár­hags­glögg­ir yngri neyt­end­ur eru sí­fellt að leita í ein­fald­ari kost á ferðalög­um, líkt og að þurfa varla að yf­ir­gefa hót­elg­arðinn til að mat­ast. Slík­ar ferðir hafa auk­ist um 60% sam­kvæmt Expedia Group. 

End­ur­reisn hót­el­veit­ingastaða

Hót­el­in reyna í sí­fellt meira mæli að gera veit­ingastaðinn að áfangastað í sjálfu sér, t.d. með því að ráða inn heimsþekkta mat­reiðslu­menn og tryggja fjöl­breytta mat­seðla, sem breyt­ast reglu­lega, til að laða gesti að.

Hugsað út fyr­ir ramm­ann

Árið 2025 er fyr­ir­séð að ferðamenn muni halda áfram að sækja í þekkta ferðamannastaði en muni að öll­um lík­ind­um einnig leita að minna þekkt­um stöðum í kring­um áfangastaðinn til að skreppa í dags­ferð.

Til dæm­is að ferðast til Brescia frá Mílanó eða til Reims frá Par­ís. 

Nátt­úru­fyr­ir­bæri

Vrbo valdi nokkra nátt­úru­viðburði sem ferðalang­ar ættu að taka til­lit til í ferðaplön­um næsta árs, t.a.m. mörgæsa­skrúðgöngu á Phillip-eyju sem er ná­lægt Mel­bour­ne í Ástr­al­íu eða eld­fjöll, hraun og svart­ar sand­strend­ur á Íslandi.

Sófa­kart­öfl­urn­ar velja frí­in svona

Tveir þriðju ferðalanga segja kvik­mynd­ir, streym­isveit­ur og sjón­varpsþætti hafa áhrif á val á áfangastað.

Sum­ir áfangastaðanna gætu verið inn­blásn­ir af raun­veru­leikaþátt­um eins og The Real Houswi­ves of Dubai og þátt­un­um The Traitors, sem ger­ast í Skotlandi. 

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert