Óskrifaðar reglur fyrir flugið

Ekki vera í bikiníi og í Guðanna bænum ekki í …
Ekki vera í bikiníi og í Guðanna bænum ekki í náttfötum. Samsett mynd/Євгенія Височина/Jernej Graj/Siora Photography/N B

Þótt flug­fé­lög séu alla jafna ekki með ákveðnar regl­ur um klæðaburð þá eru samt óskrifaðar regl­ur um hverju á að klæðast eða öllu held­ur ekki klæðast í flugi. 

Opn­ir skór

Á leiðinni til eða frá sól­ar­lönd­um gæti orðið freist­andi að leyfa tán­um að anda með því að klæðast san­döl­um í flug­vél­inni. Það gæti þó verið vara­samt því sam­kvæmt ferðasér­fræðing­um eru tepp­in sjald­an þrif­in og fáséð að starfs­menn skríði á fjór­um fót­um til að þrífa und­ir sæt­un­um.

Bleyt­an inni á sal­erni flug­vél­ar­inn­ar er ekki endi­lega bara vatn sem skvest hef­ur á gólfið.

Opnir skór eru
Opn­ir skór eru Ljós­mynd/​Allyson Johnst­on

Óviðeig­andi klæðnaður

Hér er verið að ræða smáa letrið. Flest flug­fé­lög áskilja sér rétt til að neita farþegum í óviðeig­andi klæðnaði að ganga um borð. Þá gætu ferðalang­ar verið beðnir um að skipta um föt ell­egar eiga von á að vera vísað úr vél­inni, þó að sjálf­sögðu ekki þegar hún er á flugi.

Nátt­föt

Þessi teg­und klæðnaðar ber nafnið „nátt­föt“ af ástæðu. Þeim er ætlað til svefns eða til ró­leg­heita heima við. Þetta er ekki fatnaður sem á að klæðast á al­manna­færi. Bara alls ekki.

Það er al­veg hægt að klæðast ein­hverju öðru þægi­legu en nátt­föt­um.

Ekki mæta í náttfötum.
Ekki mæta í nátt­föt­um. Ljós­mynd/​Unsplash.com

Sund­fatnaður

Hawaii­an Air­lines er eitt fárra flug­fé­laga sem birt­ir regl­ur er varða klæðaburð, en um borð í vél­um fé­lags­ins er strang­lega bannað að klæðast sund­fatnaði.

Finni ferðalang­ar mikla þörf hjá sér til að klæðast sund­föt­um er ágætt að vera í þeim inn­an und­ir öðrum fatnaði. 

Eitt lag

Það er aldrei hægt að spá fyr­ir um hvernig hita­stigið inni í vél­inni er. Þess vegna er gott að vera í nokkr­um lög­um, t.d. bol og peysu svo hægt sé að af­klæðast verði of heitt. Eða hafa með sér jakka sem hægt er að skella sér í sæki kuld­inn að. 

Fyr­ir­ferðamikl­ir málmskart­grip­ir

Ferðalöng­um er bent á að pakka stór­um málmskart­grip­um niður í hand­far­ang­ur því það er lík­legra en ekki að þurfa að fjar­lægja þá við ör­ygg­is­leit­ina, sem er ekki ve­sens­ins virði.

Ilm­vatn

Ferðalöng­um er bent á að vera góðir við sam­farþega sína og var­ast að bera sterkt ilm­vatn. Fólk er ein­fald­lega misviðkvæmt fyr­ir lykt og í lokuðu rými, eins og í flug­vél, get­ur ilm­vatnið orðið enn meira yfirþyrm­andi en ann­ars.

Fólk er misviðkvæmt fyrir lykt.
Fólk er misviðkvæmt fyr­ir lykt. Ljós­mynd/​Jessica Weiler

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert