Eva Ruza tryllti lýðinn á Tenerife

Eva Ruza er alltaf í stuði.
Eva Ruza er alltaf í stuði.

Eva Ruza, skemmtikraft­ur og út­varps­stjarna á K100, sýndi söng­hæfi­leika sína á upp­á­haldsstað Íslend­inga, Teneri­fe, á mánu­dags­kvöldið þegar götulistamaður rétti henni hljóðnema og gaf henni tæki­færi til að sýna hvað í henni byggi.

Eva tók lagið I’m So Excited sem The Po­in­ter Sisters gerðu frægt árið 1982 og söng lagið af mik­illi inn­lif­un, enda gef­ur hún ávallt 100% í allt sem hún tek­ur sér fyr­ir hend­ur.

Hún deildi mynd­skeiði af flutn­ingn­um á In­sta­gram-síðu sinni og hafa fjöl­marg­ir líkað við færsl­una og hrósað henni fyr­ir söng­hæfi­leik­ana.

„Er á fullu að und­ir­búa Teneri­fe fyr­ir framtíðina. Eva Ruza og Hjálm­ar Örn á eldri ár­un­um. 

Götulistamaður rétti mér mæk í kvöld og spurði hvort ég vildi syngja. Hann þurfti ekk­ert að ganga á eft­ir mér með það. Fékk pen­inga og allt fyr­ir. Læt ykk­ur vita þegar árin hell­ast yfir hvar við verðum ná­kvæm­lega staðsett á Tene,“ skrifaði Eva við mynd­skeiðið. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evar­uza)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert