Eva Ruza, skemmtikraftur og útvarpsstjarna á K100, sýndi sönghæfileika sína á uppáhaldsstað Íslendinga, Tenerife, á mánudagskvöldið þegar götulistamaður rétti henni hljóðnema og gaf henni tækifæri til að sýna hvað í henni byggi.
Eva tók lagið I’m So Excited sem The Pointer Sisters gerðu frægt árið 1982 og söng lagið af mikilli innlifun, enda gefur hún ávallt 100% í allt sem hún tekur sér fyrir hendur.
Hún deildi myndskeiði af flutningnum á Instagram-síðu sinni og hafa fjölmargir líkað við færsluna og hrósað henni fyrir sönghæfileikana.
„Er á fullu að undirbúa Tenerife fyrir framtíðina. Eva Ruza og Hjálmar Örn á eldri árunum.
Götulistamaður rétti mér mæk í kvöld og spurði hvort ég vildi syngja. Hann þurfti ekkert að ganga á eftir mér með það. Fékk peninga og allt fyrir. Læt ykkur vita þegar árin hellast yfir hvar við verðum nákvæmlega staðsett á Tene,“ skrifaði Eva við myndskeiðið.