Rúrik púttaði með pápa á Spáni

Góðar stundir.
Góðar stundir. Samsett mynd

Rúrik Gísla­son, tón­list­armaður, leik­ari og fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður, skellti sér til Spán­ar nú á dög­un­um og átti þar sól­rík­ar stund­ir. Kapp­inn deildi skemmti­leg­um mynd­um frá ferðalagi sínu á In­sta­gram í gær­dag og gaf fylgj­end­um sín­um inn­sýn í líf sann­kallaðrar stór­stjörnu.

Rúrik eyddi meðal ann­ars tíma með föður sín­um, Gísla Kristó­fers­syni húsa­smíðameist­ara, og skelltu feðgarn­ir sér í golf í góða veðrinu.

„Póst­kort frá ES.

Ég átti viku­frí á milli verk­efna....svona fór það,” skrifaði hann við færsl­una.

Eft­ir­sótt­ur og með ótal verk­efni í bíg­erð

Rúrik er ansi eft­ir­sótt­ur um þess­ar mund­ir og með ótal verk­efni í bíg­erð. Hann lauk ný­verið tök­um á nýrri Net­flix-mynd.

Kvik­mynd­in er ekki enn kom­in með nafn en er und­ir leik­stjórn Marco Pe­try. Ásamt Rúrik eru leik­ar­ar á borð við Al­exöndru Mariu Löru, Devid Striesow, Önnu Herr­mann, Doğu Gürer og Kerim Waller sem fara með hlut­verk í mynd­inni.

Rúrik fer með hlut­verk hundaþjálf­ar­ans og gúrús­ins Nod­en, sem tek­ur að sér að hjálp­a fimm furðuleg­um hunda­eig­end­um í aust­ur­rísku ölp­un­um að um­gang­ast þrjóska fer­fætl­inga sína og beit­ir óvenju­leg­um aðferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert