Gerður í þrusuformi á Madeira

Gerður er í þrusuformi.
Gerður er í þrusuformi. Ljósmynd/Instagram

Einkaþjálf­ar­inn og frum­kvöðull­inn Gerður Jóns­dótt­ir hélt upp á sína fyrstu heilsu- og lúx­us­ferð á portú­gölsku eyj­unni Madeira á dög­un­um. Þar spókaði hún sig um í bik­iníi í þrusu­formi á sund­laug­ar­bakk­an­um á fimm stjörnu hót­eli.

Hót­elið heit­ir Sa­voy Sacch­ar­um Resort & Spa og er staðsett við Cal­heta-strönd­ina. Portú­galska eyj­an hef­ur verið mjög áber­andi und­an­farið enda spenn­andi áfangastaður.

Gerður er íþrótta- og heilsu­fræðing­ur að mennt og hef­ur starfað sem einkaþjálf­ari um nokk­urt skeið. Nám­skeiðin henn­ar hafa verið gríðarlega vin­sæl og þá sér­stak­lega fyr­ir nýbakaðar mæður.

Nokkr­ir áhrifa­vald­ar voru með í för með Gerði en þar má nefna Andr­eu Magnús­dótt­ur fata­hönnuð, Huldu Hall­dóru Tryggva­dótt­ur stíl­ista og Ásu Ninnu Pét­urs­dótt­ir fjöl­miðlakonu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by INS­HAPE (@gerda_­ins­hape)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert