Madeira í Portúgal: Hinn evrópski Havaí-eyjaklasi

Náttúruunnendur og göngugarpar geta vel notið sín á Madeira.
Náttúruunnendur og göngugarpar geta vel notið sín á Madeira. Graphic Node/Unsplash

Með sínu suðræna loftslagi, eldfjöllum allt um kring og töfrandi svörtum sandströndum er engin furða að Madeira-eyjaklasinn í Portúgal hafi gjarnan verið kölluð Havaí Evrópu.

Eyjaklasinn liggur undan norðvesturströnd Afríku og á sér sögu og menningu sem ferðalanga þyrstir stöðugt meira í að kynnast.

Madeira hefur verið líkt við hina exótísku Havaí eyju, en …
Madeira hefur verið líkt við hina exótísku Havaí eyju, en þessi mynd gæti allt eins hafa verið tekin á Íslandi, enda landið einnig eldfjallaeyja. David Becker/Unsplash

Brennivínið hvað þekktast

Portúgalir byggðu fyrst á eyjaklasanum árið 1425 og varð staðurinn fljótlega upp úr því stór í sykurframleiðslu og staðbundinni list, m.a. Bordado Madeira, einstökum útsaumsstíl sem varðveist hefur mann fram af manni. 

Hins vegar þekkja flestir Madeira vegna brennivínsins sem þar er framleitt. 

Það sem gerir vínið svo einstakt er hæfileikinn til að eldast nánast endalaust, sem stuðlar einnig að flóknu bragði þess. Vínframleiðendur hita vínið upp í 45-50°c og láta það síðan kólna smám saman áður en öldrun hefst. Þá hefur sérstök þrúgutegundin einnig áhrif á bragðið. 

Íbúum eyjunnar er mikið í mun að viðhalda viðkvæmu vistkerfi …
Íbúum eyjunnar er mikið í mun að viðhalda viðkvæmu vistkerfi hennar. Lina Bob/Unsplash

Vinsælt að skoða

Líkt og á Havaí er náttúran á Madeira eitt helsta aðdráttaraflið og býður hæðótt og skógi vaxið landslagið upp á marga útiveruna. Íbúar Madeira-eyju vilja fyrst og fremst viðhalda afslöppuðu andrúmslofti eyjunnar og varðveita viðkvæmt vistkerfi hennar. 

Eitt af því sem vinsælast er að skoða á Madeira eru svokallaðar levadas-vatnsrásir, sem grafnar voru á 15. öld til að flytja vatn frá rakri norðanverðri eyjunni yfir til suðurhlutans. Hægt er að fara í margar gönguferðir meðfram levadas

Önnur vinsæl gönguleið er Caminho Real (konungsvegurinn) sem samanstendur af sex gönguleiðum sem konungur Portúgals fór eftir á 19. öld. Á leiðinni er hægt að kynnast eyjunni og þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Marglitar strendur með ýmist hvítum sandi fluttum inn frá Marokkó eða svörtum sem eru leifar aldafornrar eldvirkni eyjunnar.

Þá er mælt með að prófa vatnaíþróttir eins og brimbretti og köfun, eða jafnvel að fara í hvalaskoðun. 

Það má eflaust taka sér einn sólbaðsdag eða svo á …
Það má eflaust taka sér einn sólbaðsdag eða svo á ströndum Madeira. Anja Junghans/Unsplash

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert