Tækifæri í Svíþjóð varð til þess að fjölskyldan flutti út

Göngu- og hjólamenningin heillar Hildi Erlu.
Göngu- og hjólamenningin heillar Hildi Erlu. Samsett mynd

Hild­ur Erla Gísla­dótt­ir ljós­mynd­ari flutti ásamt fjöl­skyldu sinni til Stokk­hólms þann 17. júní á síðasta ári. Nú nýt­ur hún þess að vera í fæðing­ar­or­lofi með ný­fædd­an son sinn. Fjöl­skyld­an hef­ur verið á ferð og flugi und­an­far­in ár en þau voru ný flutt heim frá Banda­ríkj­un­um þegar þau fengu tæki­færi að flytja til Svíþjóðar. Hild­ur Erla fædd­ist sjálf í Svíþjóð og hafði alltaf dreymt um að flytja aft­ur.

„Ég flutti með dætr­um mín­um til að sam­ein­ast pabba þeirra sem hafði flutt nokkr­um mánuðum áður vegna vinnu,“ seg­ir Hild­ur Erla. „Maður­inn minn fékk at­vinnu­tæki­færi í Stokk­hólmi og eft­ir mikl­ar vanga­velt­ur gát­um við ekki annað en látið slag standa og flutt út. Þrátt fyr­ir að vera til­tölu­lega ný­flutt heim frá Banda­ríkj­un­um. Lífið maður.“

Hún seg­ir veður­blíðuna hafi heillað sig við landið. „Það var dá­sam­legt að flytja yfir sum­arið og lenda beint í sól og hita. Svo er það göngu- og hjóla­menn­ing­in hér. Því þó svo að við eig­um bíl þá not­ar maður hann allt öðru­vísi og mikið minna en á Íslandi. Svo er ekki hægt að sleppa því að nefna hvað borg­in er fal­leg, barn­væn, list­ræn, fjöl­breytt og lif­andi.“

Hildur Erla ásamt dætrum sínum.
Hild­ur Erla ásamt dætr­um sín­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvaða hverfi er í upp­á­haldi hjá þér?

„Hverfið okk­ar, Duv­bo, sem er í um 15 mín­útna fjar­lægð frá miðbæn­um og fangaði hjörtu okk­ar allra í fjöl­skyld­unni. En ann­ars elska ég að vera í Vasast­an. Södermalm og Östermalm eru með ólík­an en skemmti­leg­an sjarma sem ég mæli með að finna fyr­ir í næstu heim­sókn. Þú finn­ur geggjuð kaffi­hús og veit­ingastaði í öll­um hverf­um.“

Áttu þér upp­á­haldsveit­ingastað eða bar?

„Bar Nombre er geggjaður vín­b­ar í Vasast­an. Pom&Flora búa til bestu egg­in og Café Volta er með ynd­is­leg­asta starfs­fólkið. STHLM Brunch Club, Cast Café, Mahalo, Ny­brogat­an 78, Lille­brors Bageri, La Neta, Ta'a­meya, Basta, Meno Male, Stora Bageriet, ég gæti haldið svo lengi áfram,“ seg­ir Hild­ur Erla. 

Þriðja barnið, drengur, bættist við fjölskylduna fyrir nokkrum vikum.
Þriðja barnið, dreng­ur, bætt­ist við fjöl­skyld­una fyr­ir nokkr­um vik­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Jóla­markaðirn­ir ómiss­andi að vetri til

Hún seg­ir skemmtana­lífið vera sér al­veg ókunn­ugt enda hafa þau í nógu að snú­ast með þrjú lít­il börn. „Ég gæti hins veg­ar sagt þér frá hinum fjöl­mörgu leik­völl­um um alla borg­ina og þeir eru gríðarlega mik­il skemmt­un út af fyr­ir sig.“

Hvað er ómiss­andi að sjá?

„Að vetri til finnst mér ómiss­andi að finna jóla­markaði, jóla­hlaðborð og skauta í Kungsträgår­d­en. Fyr­ir þá sem elska að versla er það extra skemmti­legt þegar allt er á kafi í jóla­skreyt­ing­um. Að vori og sumri til er ómiss­andi að hjóla um borg­ina, fara á strönd­ina, borða úti, hvort sem það er á veit­ingastað eða laut­ar­ferð í góðum garði, til dæm­is Hum­legår­d­en eða Djurgår­d­en. Fotogra­fiska ljós­mynda­safnið er æði og Gamla Stan er al­gjör­lega ómiss­andi sem og að gæða sér á sænsk­um kjöt­boll­um með til­heyr­andi meðlæti á góðum veit­ingastað.“

Mik­ill mun­ur er á Stokk­hólmi á sumr­in og vet­urna að henn­ar mati. „Á sumr­in er allt svo lif­andi og á vet­urna er öllu ró­legra og ískalt. Drauma­dag­ur að sumri til myndi byrja á að drekka kaffi­boll­ann minn úti, fara á strönd­ina og vera þar að synda og leika fram eft­ir degi. Koma svo heim, grilla og vera fram­eft­ir kvöldi úti á palli í góðu spjalli. 

Þá væri minn drauma­vetr­ar­dag­ur að pakka sam­an góðu nesti, keyra út fyr­ir borg­ina, finna skemmti­legt göngu­svæði og njóta dags­ins í skóg­in­um. Enda dag­inn á góðum mat, kveikja á arn­in­um hér heima og spila fram­eft­ir kvöldi.“

Bakaríin eru frábær í Svíþjóð.
Baka­rí­in eru frá­bær í Svíþjóð. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

„Ekki taka taxa“

Helstu túrista­gildrun­ar að henn­ar sögn eru Skan­sen og Gröna Lund. „Ég mæli ein­dregið með að hjóla bara lóðbeint í þær. Ekk­ert eðli­lega skemmti­leg­ir dag­ar að baki þar. Svo bara það klass­íska; ekki taka taxa, taktu lest­ina.“

Kost­ir borg­ar­inn­ar fyr­ir fjöl­skyld­una er hversu barn­væn borg­in er. „Ég elska að vera með börn í Stokk­hólmi, þekki að vísu ekki annað en að vera með börn hér og bæti bara í barna­hóp­inn. En borg­in er svaka­lega barn­væn og það er alltaf eitt­hvað um að vera. Við dæt­ur mín­ar höf­um eytt ófá­um stund­um í Kult­ur­huset. Þar er stórt og æðis­legt bóka­safn, leik­hús, uppá­kom­ur, verk­stæði og hrika­lega skemmti­legt „photo­booth.“ Mæl­um með. Upp­á­halds­leik­vell­ina finnið þið svo í Vasap­ar­ken, Hum­legår­d­en og Torn­par­ken.“

Veðursældin í Svíþjóð kom fjölskyldunni á óvart.
Veður­sæld­in í Svíþjóð kom fjöl­skyld­unni á óvart. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Stokkhólmur er barnvæn, falleg, listræn, fjölbreytt og lifandi að mati …
Stokk­hólm­ur er barn­væn, fal­leg, list­ræn, fjöl­breytt og lif­andi að mati Hild­ar Erlu. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Ofurgirnilegt bakkelsi.
Of­urg­irni­legt bakk­elsi. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Fjölskyldan á góðum sumardegi í Stokkhólmi.
Fjöl­skyld­an á góðum sum­ar­degi í Stokk­hólmi. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert