Á veturna er dásamlegt að geta farið aðeins út fyrir bæjarmörkin og núllstillt sig í sveitinni með fjölskyldu eða vinum. Þar má til dæmis njóta útiverunnar í náttúrunni, elda góðan mat, búa til heitt súkkulaði í kuldanum, lesa og spila.
Á heimasíðunni AirBnB er mikið úrval af hlýlegri gistingu um land allt. Sum þeirra eru með heitum potti sem er fullkomin viðbót við ekta vetrarstemningu.
Þetta er hlýlegur bústaður fullkominn fyrir par eða litla fjölskyldu í aðeins þrjátíu mínútna fjarlægð úr Reykjavík. Þarna er heitur pottur, hvað þarf meira?
Þó að þessi bústaður sé líklega meira ætlaður túristum þá er alveg hægt að njóta fegurðarinnar í kring. Þessi bústaður er ótrúlega fallegur, hlýlegur og útsýni sem er draumi líkast. Fjórir geta gist.
Gisting nálægt Selfossi fyrir tvo. Þetta er í raun eins og lítið herbergi í óbyggðum með heitum potti. Tilvalið fyrir rómantíska paraferð. Ímyndaðu þér að horfa á norðurljósin á meðan þú situr í heitapottinum.
Þessi er tilvalinn fyrir vísitölufjölskyldur og er staðsettur rétt hjá Bifröst. Náttúran er falleg allt um kring en svo má líka hægja á lífinu og elda góðan mat í lok dags.
Þeir sem vilja upplifa alvöru lúxus geta kíkt á þessa gistingu í Hvammsvík. Húsið tekur fjóra í gistingu og er með litlu einkabaðlóni.
Svartaborg er staðsett rétt hjá Húsavík og er hið fullkomna hús fyrir vetrarfrí. Þar geturðu slakað á, líklega í snjónum og drukkið feykinóg af heitu súkkulaði. Þarna er eitt svefnherbergi en svefnpláss fyrir tvo aðra í stofunni.
Þetta hús er fyrir stærri fjölskyldur og vinahópa sem vilja gera sér glaðan dag, eða helgi. Hlýlegur bústaður í Húsafelli með heitum potti og gufubaði.