Fimm hugrakkir Bretar halda út í óvissuna

Lífið á Goudier-eyju.
Lífið á Goudier-eyju. Samsett mynd

Fimm ævintýragjarnir Bretar leggja land undir fót á komandi dögum og halda til eins afskekktasta og hrjóstrugasta staðar í heimi, Goudier-eyju á Suðurskautslandinu. Hópurinn ferðast á vegum breska heimskautasjóðsins, UK Antarctic Heritage Trust, og mun meðal annars manna pósthús og safnahús á svæðinu næstu fimm mánuðina.

Enginn manneskja er með fasta búsetu á eyjunni, sem er á stærð við fótboltavöll, en 1.100 gentoo-mörgæsir lifa á svæðinu. Eyjan er einnig vinsæll heimsóknarstaður skemmtiferðaskipa, en nokkur þúsund manns heimsækja svæðið árlega til að kynna sér lifnaðarhætti mörgæsanna.

Bresku ferðalangarnir, Lou Hoskin, Maggie Coll, George Clarke, Aoife McKenn og Dale Ellis, munu sinna ólíkum verkefnum, allt frá því að telja hreiður mörgæsa yfir í það að selja ferðamönnum minjagripi.

Fimmmenningarnir munu þurfa að takast á við ýmis konar lífsskilyrði á meðan dvöl þeirra stendur, en mikill kuldi er á svæðinu, birta allan sólarhringinn og takmarkaður aðgangur að nútímatækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert