Ítölsk draugaeyja sem fær hárin til að rísa

Ítalska eyjan Poveglia er fyrir spennufíkla og áhugasama um drauga …
Ítalska eyjan Poveglia er fyrir spennufíkla og áhugasama um drauga og yfirskilvitlega hluti. Ray Harrington/Unsplash

Po­veglia er eyja staðsett á suður­hluta Fen­eyja. Marg­ar vanga­velt­ur og goðsagn­ir hafa verið viðloðandi eyj­una í ár­araðir. Eyj­an er yf­ir­gef­in og mann­virk­in hafa að geyma dul­ar­fulla sögu.

Saga Po­veglia hefst á fyrri hluta 6. ald­ar þegar fyrstu íbú­arn­ir hófu bú­skap þar eft­ir að hafa lagt á flótta frá heim­kynn­um sín­um. Í fjölda ára lifði fólk á eyj­unni í sátt og sam­lyndi. Með tím­an­um jókst mann­fjöld­inn og viðskipti blómstruðu. 

Á 14. öld varð lýðfræðileg hnign­un í kjöl­far Chi­oggia-stríðsins sem leiddi til brott­flutn­ings íbú­anna til Fen­eyja. Það var ekki fyrr en aft­ur á 18. öld að menn sáu fyr­ir sér nota­gildi eyj­unn­ar.

Í fyrstu varð hún eins kon­ar geymslu­stöð en síðar var mann­virkj­un­um breytt í heil­brigðis­skyni og varð eyj­an eins kon­ar sótt­varn­ar­stöð þar sem plágu­sjúk­ling­ar voru hýst­ir. Á 19. öld var tekið upp á að hýsa þar einnig geðsjúk­linga og aldraða.

Mynd tekin á eyjunni árið 1873.
Mynd tek­in á eyj­unni árið 1873. Skjá­skot/​Youtu­be

Til­raun til end­ur­reisn­ar

Eft­ir að bygg­ing­arn­ar fóru smám sam­an í niðurníðslu hef­ur reglu­lega verið reynt að vinna að end­ur­reisn­ar­verk­efn­um á eyj­unni. Þau hafa hins veg­ar aldrei komið til fram­kvæmda.

Árið 1997 voru uppi áætlan­ir um að byggja þar far­fugla­heim­ili og gera þar ferðamiðstöð stúd­enta. Ein­hverra hluta vegna varð verk­efnið aldrei að veru­leika.

Árið 1999 var eyj­an seld ít­alska rík­inu eft­ir dágóðan tíma í eigu einkaaðila. Á löngu tíma­bili hef­ur ríkið reynt að losa sig við eign­ina en eyj­an hef­ur aldrei fengið nýj­an eig­anda.  

Hryll­ing­ur­inn

Marg­ar hryll­ings­sög­ur eru sagðar um eyj­una og hafa ýms­ir drauga­veiðarar heim­sótt hana. Sagt er að í kjöl­far svarta­dauða, um miðja 14. öld, hafi þúsund­ir manna verið brennd­ir til að koma í veg fyr­ir smit og að lík­in séu graf­in á eyj­unni.

Orðið á göt­unni er að 50% af jarðvegi eyj­unn­ar sé aska af mann­fólki. 

Sagt er að í kjölfar svartadauða, um miðja 14. öld, …
Sagt er að í kjöl­far svarta­dauða, um miðja 14. öld, hafi þúsund­ir manna verið brennd­ir til að koma í veg fyr­ir smit og að lík­in séu graf­in á eyj­unni. Skjá­skot/​Youtu­be

Önnur saga seg­ir frá sjálfs­vígi stjórn­anda geðsjúkra­húss­ins sem var sagður al­gjör sa­disti. Hann á að hafa verið þvingaður af löngu horfn­um sál­um upp í klukkut­urn­inn og lát­inn stökkva þar niður.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur sem varð vitni að at­vik­inu sagði lækn­inn ekki hafa lát­ist af fall­inu einu sam­an, held­ur vegna und­ar­legr­ar þoku sem gufaði upp úr jörðinni, inn um vit lækn­is­ins og skildi hann þar eft­ir líf­laus­an. 

Hægt að heim­sækja eyj­una á eig­in spýt­ur

Eyj­an hef­ur verið yf­ir­gef­in í fjölda ára. Þar standa nokkr­ar bygg­ing­ar en leiðir geta verið tor­veld­ar vegna lé­legs viðhalds og gróðurs sem hef­ur vaxið yfir þær.

Bygg­ing­arn­ar sem eft­ir standa eru m.a. spít­al­inn, fang­elsið, kirkj­an og geðsjúkra­húsið. Dimmt er inn­an­dyra og bygg­ing­arn­ar í niðurníðslu og því þarf að hafa góða lýs­ingu og fara var­lega, sé lagt í æv­in­týra­för á eyj­una.

Po­veglia er núna lokuð al­menn­ingi og nán­ast ómögu­legt að kom­ast að henni, nema með sér­stöku leyfi út­gefnu í Fen­eyj­um. Hins veg­ar er mögu­leiki að ferðast þangað á eig­in bát og ber þá hver ábyrgð á sjálf­um sér!

VisitVenezia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert