Litin hornauga vegna klæðnaðar

Viktoria Unikel lætur ekki segja sér hvernig hún eigi að …
Viktoria Unikel lætur ekki segja sér hvernig hún eigi að vera klædd. Skjáskot/Instagram

Viktoria Unikel er listakona og frumkvöðull frá Miami. Hún kveðst klæðast kynþokkafullum fötum þegar hún ferðast og segist vera litin hornauga af bæði farþegum og flugliðum. 

Í viðtali við Daily Mail segist hún alltaf ferðast í aðsniðnum fötum og án brjósthaldara. Þá spreyjar hún miklu ilmvatni á sig til þess að auka á kynþokkanum enn frekar. Unikel segir klæðnaðinn ekki óviðeigandi þrátt fyrir að flugliðar hafi beðið hana um að hylja sig betur og að ilmvatnsfnykurinn eigi það til í að fara í taugarnar á öðrum farþegum. 

Unikel er glæsileg og frökk.
Unikel er glæsileg og frökk. Skjáskot/Instagram

Alltaf litin hornauga

„Ég er reglulega litin hornauga þegar ég ferðast. Ég vil vera kynþokkafull og láta mér líða vel með að klæðast einhverju þægilegu. Við hjónin fljúgum alltaf í fyrsta farrými. Ég skipulegg klæðnaðinn með nokkurra vikna fyrirvara og klæðist vanalega vönduðum íþróttafötum frá einhverju tískumerki. Annað hvort er um að ræða þröngar leggings eða stuttbuxur svo að rassinn líti vel út. Þær skilja lítið eftir fyrir ímyndunaraflið og ég er alltaf með kameltá,“ segir Unikel.

„Ég fer oft í stutta hlýraboli sem eru afar flegnir. Ég er aldrei í brjóstahaldara. Ég held að fólki finnist það óþægilegt. Bolirnir geta verið ansi gengsæir en ég skil ekki hvert vandamálið er. Þegar maður er í löngu flugi, hver nennir að vera í brjóstahaldara? “

„Ég skil ekki afhverju það ætti að neyða konur til þess að klæðast einhverju óþægilegu bara til þess að tryggja að geirvörturnar sjáist ekki. Árið er 2024. Ég á að mega að sýna brjóstin mín.“

„Um daginn stakk flugliði upp á því að ég hyldi mig betur. Henni þóttist umhugað um að mér væri kalt en ég veit að það var út af því að ég var að sýna of mikið hold. Ég var með jakka í handfarangri en mér fannst ég ekki óviðeigandi. Ég vildi því ekki láta í minnipokann.“

Viktoria Unikel ferðast mikið enda er hún listamaður og framleiðandi.
Viktoria Unikel ferðast mikið enda er hún listamaður og framleiðandi. Skjáskot/Instagram

Alltaf með ilmvatn á sér

Unikel segist aldrei ferðast án ilmvatns í handfarangri.

„Ef ég er að fara að sitja lengi í þröngu rými þá vil ég ilma vel. Ég set á mig töluvert magn af ilmvatni. Ég veit ekkert verra en að finna svitalykt. Ég set á mig ilmvatn á klukkutímafresti sama hversu löng eða stutt flugferðin er. Þetta virðist samt angra þá sem sitja nærri mér. Farþegar hafa auk þess kvartað undan sterkri lykt.“

Eiginmaðurinn stoltur

„Eiginmaður minn kvartar ekki. Ég vil vera kynþokkafull í kringum hann. Ég vil líta vel út og lykta vel. Þó að við höfum verið lengi saman, eða í sjö ár, þá þýðir það ekki að ég ætli að hætta að leggja mig fram. Hann er duglegur að hrósa mér og það gerir ferðaupplifunina ánægjulegri. Honum er sama þó að aðrir dæmi mig. Hann er stoltur af mér og heldur með mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert