Aðdáendur Drescher munu flykkjast til Ástralíu

Fran Fine var þekkt fyrir að klæðast litríkum flíkum.
Fran Fine var þekkt fyrir að klæðast litríkum flíkum. Samsett mynd

Safn­sýn­ing um banda­ríska gam­anþátt­inn The Nanny mun opna í áströlsku borg­inni Mel­bour­ne í byrj­un næsta árs. Gervi og leik­bún­ing­ar Fran Drescher, sem fór eft­ir­minni­lega með hlut­verk hinn­ar sér­kenni­legu Fran Fine í hinni sí­vin­sælu sjón­varpsþáttaröð, verða í aðal­hlut­verki.

The Nanny, Barn­fóstr­an í ís­lenskri þýðingu, var frum­sýnd þann 3. nóv­em­ber árið 1993 og vakti strax mikla at­hygli. Alls urðu þætt­irn­ir 145 og voru sýnd­ir á sex ára tíma­bili.

Drescher, í hlut­verki Fine, stimplaði sig hratt og ör­ugg­lega inn í hug og hjörtu millj­óna aðdá­enda um heim all­an með hisp­urs­lausri fram­komu sinni, húm­or, skærri röddu og eft­ir­tekt­ar­verðum fata­stíl, sem fjöl­marg­ir hafa apað eft­ir síðustu 30 ár. 

Sýn­ing­in mun bregða upp skemmti­legri mynd af karakt­er Drescher og sýna hátt í 100 bún­inga sem leik­kon­an klædd­ist við gerð þátt­araðar­inn­ar í gegn­um árin. Á sýn­ing­unni verða flík­ur frá nokkr­um af þekkt­ustu fata­hönnuðum í heimi og má þar nefna Vi­vienne Westwood, Moschino, Dolce & Gabb­ana, Versace og Christian Dior.

Sýn­is­horn af sýn­ing­unni opnaði í Frakklandi árið 2022 og vakti mikla lukku, en ríf­lega 23.000 manns heim­sóttu safnið yfir opn­un­ar­helg­ina og er því greini­legt að áhugi fólks á sjón­varpsþáttaröðinni er mik­ill.

Drescher, sem er núna 67 ára, hef­ur að mestu lagt leik­list­ina á hill­una og tekið sér nýtt hlut­verk, en frá ár­inu 2021 hef­ur hún sinnt stöðu for­manns Stétt­ar­fé­lags sjón­varps- og kvik­mynda­leik­ara, The Screen Actors Guild.

View this post on In­sta­gram

A post shared by The Proj­ect (@theproj­ecttv)

 The Nanny Exhi­bit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert