Töfrandi dvalarstaður á grísku eyjunni Ios

Í einni svítu hótelsins er rúmið staðsett fyrir ofan laugina.
Í einni svítu hótelsins er rúmið staðsett fyrir ofan laugina. Pinterest

Ios er grísk eyja staðsett á milli eyjanna Mykonos og Santorini. Hún liggur sunnar en Mykonos en er fyrir norðan Santorini. 

Á Ios eru um 2.000 íbúar árið um kring en eyjan er hvað þekktust fyrir 32 sandstrendur, fleiri en 300 kirkjur og líflega höfuðborgina Chora. Samkvæmt Travel and Leisure er þessi eyja þess verð að heimsækja.

Ios er falinn demantur meðal grísku eyjanna Mykonos og Santorini …
Ios er falinn demantur meðal grísku eyjanna Mykonos og Santorini í Miðjarðarhafi. Matthew Waring/Unsplash

Fimm stjörnu hótel

Rétt fyrir ofan Papas-ströndina stendur Calilo, fimm stjörnu hótel í eigu Michalopoulos-fjölskyldunnar, sem opnaði árið 2019. Hugmyndafræðin er brú milli á lúxuss og umhverfislegrar sjálfbærni.

Það eru vissulega til falleg hótel um allan heim, en það er ekki alltaf sem hægt er að finna hótel sem vinnur ötullega að náttúruvernd og viðhaldi umhverfisins. Rétt eftir aldamótin síðustu sá Michalopoulos-fjölskyldan hvað ofurferðamennskan var að gera við eyjurnar í kring.

Til að koma í veg fyrir að hið sama gerðist fyrir Ios keypti fjölskyldan stóran hluta eyjunnar. Markmið fjölskyldunnar var að byggja aðeins 1% af eyjunni undir ferðamannaiðnað en skilja hin 99% eftir ósnortin fyrir komandi kynslóðir.

Á Travel and Leisure segir að gisting á hótel Calilo …
Á Travel and Leisure segir að gisting á hótel Calilo sé draumur fyrir ástfangið par. Pinterest
Hægt er að fara í bátsferð um Ios og skoða …
Hægt er að fara í bátsferð um Ios og skoða þar faldar víkur og strendur, enda alls 32 strendur á eyjunni. Nikolaos Anastasopoulos/Unsplash

Hjartalaga sundlaugar

Calilo býður upp á 36 svítur ýmist með garð- eða sjávarútsýni. Í Blue & You svítunni er útirúm yfir vatni, laug innan í helli með ótrúlegu útsýni yfir Papas-flóa, tvær tjarnir og einkaströnd.

Innréttingarnar í svítunum eru margar hverjar handunnar úr grísku marmaraverki, t.a.m djúpt marmarabaðkar sem er tilvalið til slökunar eftir langa útiveru.

Hjartalaga sundlaugar fylgja mörgum af svítum Calilo og er því tilvalið fyrir pör að fjárfesta í gistingu á þessum töfrandi stað.

Útsýnið frá hótel Calilo er stórbrotið.
Útsýnið frá hótel Calilo er stórbrotið. Pinterest
Það er vel hægt að slaka á þarna.
Það er vel hægt að slaka á þarna. Pinterest

Jógatímar á ströndinni

Í hótelgarðinum eru ræktaðar kryddjurtir, ólífur, grænmeti og þar er býflugnabú fyrir hunangið sem framleitt er á staðnum. Veitingastaðir hótelsins eru tveir með útsýni yfir fjöllin í kring. Miðjarðarhafsmataræðið er ekki af verri endanum enda er kjörorðið: Heilbrigður líkami styður heilbrigðan huga. 

Jógatímar eru ýmist í boði í sérstakri æfingaaðstöðu hótelsins eða jafnvel á ströndinni við hótelið. Hægt er að fara í litla bátsferð á einkabát hótelsins þar sem rannsakaðar eru faldar víkur og strendur Ios, og þess á milli er hægt að dýfa sér í grænbláan sjóinn.

Fyrr á árinu var lokið við byggingu spasins, þriggja hæða byggingu með líkamsrækt, innanhússsundlaug, tveimur sundlaugum utandyra og víðáttumiklu útsýni yfir ströndina. Í spainu er hægt að bóka alls kyns nuddmeðferðir bæði innan- og utandyra til að auka á vellíðan.

Á hótelinu eru m.a. tveir veitingastaðir.
Á hótelinu eru m.a. tveir veitingastaðir. Pinterest

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert