Engir demantar á „demantaströndinni“ á Íslandi

Francesca virðist þó hafa fundið einn ísmola til að tylla …
Francesca virðist þó hafa fundið einn ísmola til að tylla sér á fyrir myndatöku. Instagram/Skjáskot

Ítalski ferðalangurinn Francesca sýnir í nýjasta TikTok-myndbandi sínu frá Fellsfjöru á Breiðamerkursandi eða Diamond Beach líkt og svört sandströndin fyrir neðan Jökulsárlón er gjarnan kölluð á ensku. 

Það er ekki í frásögur færandi nema að á sandinum eru engir svokallaðir „demantar“ eða klakabrot úr Vatnajökli sem reka úr Lóninu og niður á sandinn. 

Í myndskeiðinu, sem hefur fengið yfir 60.000 áhorf, leynir Francesca ekki vonbrigðum sínum og skrifar á ítölsku: „Sei nella spiaggia dei diamanti di Islanda mi i diamanit non ci sono,“ sem þýðir „Þú ert staddur á Demantaströndinni á Íslandi en þar eru engir demantar.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert