Stórglæsilegum endurbótum á Hótel Búðum lokið

Umhverfið í kringum Hótel Búðir þykir fallegt.
Umhverfið í kringum Hótel Búðir þykir fallegt.

Hót­el Búðir á Snæ­fellsnesi er í upp­á­haldi margra og hef­ur verið kallað eitt feg­ursta sveita­hót­el á Íslandi. Ráðist var í mikl­ar end­ur­bæt­ur á hót­el­inu sem nú er lokið. Fleiri her­bergj­um var bætt við, þæg­indi og aðgengi auk­in um­tals­vert. Upp­runa­leg­ur stíll og sögu­leg­ur karakt­er hót­els­ins er þó enn á sín­um stað. 

„Við réðumst í þess­ar end­ur­bæt­ur til að bæta aðstöðu og þjón­ustu fyr­ir gesti og aðlaga hót­elið nú­tíma­leg­um kröf­um, án þess þó að tapa sjarma og sér­stöðu bygg­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Weronika On­dycz, hót­el­stýra Hót­els Búða í frétta­till­kynn­ingu. 

„Við bætt­um við nýj­um her­bergj­um til að mæta auk­inni eft­ir­spurn. Þá voru al­menn­ings­rými hót­els­ins end­ur­nýjuð, auk þess sem bæði mat­sölustaður­inn og bar­inn eru nú stærri og betri.“

Hótelið hefur alltaf þótt hlýlegt en nú hafa barinn og …
Hót­elið hef­ur alltaf þótt hlý­legt en nú hafa bar­inn og veit­ingastaður­inn verið stækkaðir.

Hrá­efni úr heima­byggð

Mat­ur­inn á Búðum þykir einnig góður en yfir­kokk­ur hót­els­ins er Mateusz Mielecki. Áhersl­an er ferskt hrá­efni frá bænd­um og sjó­mönn­um í heima­byggð. Mat­seðill­inn tek­ur breyt­ing­um í takt við árs­tíma. 

„Við not­um það besta sem ís­lenskt hrá­efni hef­ur upp á að bjóða, á ein­fald­an hátt með stíl­hrein­um brögðum,“ seg­ir Þrá­inn Freyr Vig­fús­son, ráðgjafi veit­inga­húss­ins á Hót­el Búðum „Við fáum þorsk úr Ólafs­vík, jurtir og sal­at frá Lága­felli, kart­öfl­ur og róf­ur frá Hrauns­múla, rækj­ur, skyr og smjör úr ná­læg­um sveit­um og auðvitað lamb.“

Hráefni matarins er úr heimabyggð.
Hrá­efni mat­ar­ins er úr heima­byggð.

Hót­elið brann til kaldra kola

Sögu Hót­els Búða má rekja aft­ur til árs­ins 1945, þegar átta­haga­fé­lag Snæ­fells­ness og Hnappa­dals festi kaup á gömlu íbúðar­húsi á Búðum í þeim til­gangi að starf­rækja þar gisti­heim­ili. Hót­elið átti að vera „brott­flutt­um Snæ­fell­ing­um sem og þeim sem enn bjuggu í sveit­inni vett­vang­ur til að hitt­ast fjarri amstri hvers­dags­ins,“ eins og seg­ir í sögu Hót­els Búða sem rituð var af Andrési Erl­ings­syni.

Marg­ir þekkt­ir Íslend­ing­ar vöndu kom­ur sín­ar á hót­elið á upp­hafs­ár­um þess, en meðal þeirra má nefna nó­bels­skáldið Hall­dór Lax­ness, en hann kom á hverju sumri um langt skeið og skrifaði. Einnig var Jó­hann­es Kjar­val tíður gest­ur á Hót­el Búðum, en hann málaði mikið í ná­grenn­inu og kom reglu­lega á Búðir til þess að fá sér hress­ingu.

Ýmsir komu að rekstri Hót­el Búða á síðari helm­ingi 20. ald­ar, en það var síðan kvöldið 21. fe­brú­ar 2001 sem hót­elið brann til kaldra kola. Bless­un­ar­lega var hót­elið mann­laust þegar eld­ur­inn kom upp, en verið var að vinna að end­ur­bót­um. Þess í stað var nýtt hót­el byggt frá grunni.

Nýja hót­elið hóf rekst­ur árið 2002, en það var reist á sömu lóð. Leit­ast var við að það félli sem best að um­hverf­inu og þeirri ímynd sem Hót­el Búðir höfðu þegar skapað sér.

Það er nóg að gera á Snæfellsnesi.
Það er nóg að gera á Snæ­fellsnesi.

Ný Nóv­em­ber-hefð?

Nú í nóv­em­ber verður hald­in metnaðarfull tón­leikaröð á Hót­el Búðum, þar sem margt af ást­sæl­asta tón­listar­fólki þjóðar­inn­ar leik­ur list­ir sín­ar fyr­ir hót­elgesti. Í þess­ari fyrstu tón­leikaröð koma fram þau Una Torfa, Helgi Björns­son, Stefán Hilm­ars­son, Sig­ríður Thorlacius og Guðmund­ur Óskar, auk hljóm­sveit­ar­inn­ar Hips­um­haps.

„Saga Hót­el Búða er ein­stök og á sér sér­stak­an stað í hjört­um margra Íslend­inga, sem hafa átt ógleym­an­leg­ar stund­ir þar í gegn­um árin. Þó að Búðir hafi verið vett­vang­ur ótal viðburða, þá höf­um við aldrei haldið tón­leikaröð eins og þá sem við nú kynn­um,“ seg­ir Anna Gréta Haf­steins­dótt­ir, sölu- og markaðsstjóri Hót­els Búða.

„Hót­elgest­ir munu njóta frá­bærr­ar tón­list­ar frá hæfi­leika­ríku tón­listar­fólki, þriggja rétta kvöld­verðar, gist­ingu í heill­andi her­bergi -  og svo morg­un­verðar dag­inn eft­ir. Auk þess verður hót­elið fal­lega skreytt, sem skap­ar töfr­andi upp­lif­un þar sem tónlist, mat­ur, gleði og af­slöpp­un mæt­ast. Gest­ir mega því eiga von á eft­ir­minni­leg­um viðburði. Miðað við viðtök­urn­ar, þá virðist sem við séum að móta nýja og ógleym­an­lega hefð á Hót­el Búðum. Hver veit nema Búðir verða fast­ur punkt­ur í dag­skrá fólks á þess­um árs­tíma um ókom­in ár?“

Stórglæsilegt herbergi.
Stór­glæsi­legt her­bergi.
Baðherbergin eru hlýleg og stílhrein.
Baðher­berg­in eru hlý­leg og stíl­hrein.
Hótel Búðir er í uppáhaldi margra.
Hót­el Búðir er í upp­á­haldi margra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka