Ótrúlegir hlutir sem skildir eru eftir á hótelherbergjum

Fólk gleymir ótrúlegustu hlutum á hótelherbergjum.
Fólk gleymir ótrúlegustu hlutum á hótelherbergjum. Samsett mynd/Pinterest

Kann­ast ein­hver við að skríða á fjór­um fót­um á hót­el­her­berg­inu við brott­för og kíkja und­ir rúmið til að ganga úr skugga um að ekk­ert sé að gleym­ast?

Hafi gest­ur­inn boðið sjálf­an sig sér­stak­lega vel­kom­inn þarf sá hinn sami auðvitað að skoða alla króka og kima, í skúff­um og skáp­um, inni á baðher­bergj­um og und­ir rúmi.

Hotels.com gaf út ár­lega skýrslu í sept­em­ber þar sem m.a. kem­ur fram yf­ir­lit yfir það tryllt­asta sem gest­ir hót­ela hafa skilið eft­ir, eða gleymt, á hót­el­her­berg­inu.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er óhreint tau það al­geng­asta sem – kannski vilj­andi – er skilið eft­ir. Annað sem mjög al­gengt er að gleym­ist eru hleðslu­tæki og förðunar- og snyrti­vör­ur.

Ef einhver gleymdi dekki á hótelherbergi væri eflaust ánægjulegt fyrir …
Ef ein­hver gleymdi dekki á hót­el­her­bergi væri ef­laust ánægju­legt fyr­ir hót­el­starfs­mann­inn ef þessi gæi fylgdi með, er það ekki ann­ars? Andriy­ko Podilnyk/​Unsplash

Hins veg­ar eru dýr­ustu hlut­irn­ir sem skild­ir hafa verið eft­ir: Rol­ex-úr, Birk­in-taska og annað sex millj­óna doll­ara úr. Ung gælueðla var skil­in eft­ir á einu hót­el­her­berg­inu, starfs­fólki ef­laust ekki til mik­ill­ar gleði. Henni var að lok­um komið til rétts eig­anda.

Gifs og gervitenn­ur hafa gleymst, sem og bíldekk, bland­ari og bygg­ingarör, vegna þess að... Af hverju ekki?

Skýrsl­an gef­ur sann­ar­lega til kynna að gest­ir hót­ela eigi að vera dug­leg­ir að þakka starfs­mönn­um og gefa ríku­legt þjór­fé, því þeir eiga það svo sann­ar­lega skilið.

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert