Lissabon í Portúgal valin besta borgin

Besta borgarferðin er í Lissabon samkvæmt Travel and Leisure.
Besta borgarferðin er í Lissabon samkvæmt Travel and Leisure. Pinterest

Líkt og fram kem­ur á ferðavefn­um Tra­vel and Leisure hef­ur höfuðborg Portú­gals, Lissa­bon, hlotið vand­ræðal­eg­an fjölda viður­kenn­inga.

Borg­in hef­ur ít­rekað lent á lista yfir bestu staði í heimi til að verja efri ár­un­um. Ný­lega hlaut borg­in World Culin­ary Aw­ards, sem ein besta mat­ar­borg Evr­ópu. Nú hef­ur hún verið val­in besti áfangastaður borg­ar­ferða af 25. út­gáfu Star Aw­ards.

Fram­kvæmda­stjóri ferðamála­sam­taka Lissa­bon, Paula Oli­veira, seg­ir borg­ina eiga hrósið skilið. Lissa­bon er lýst sem stað þar sem fortíð og nútíð mæt­ast í full­komnu sam­ræmi. 

Húsþök bygginga í helgimynda-rauðum lit.
Húsþök bygg­inga í helgi­mynda-rauðum lit. Pin­t­erest
Ýmislegt er hægt að upplifa bæði í menningu og mat.
Ýmis­legt er hægt að upp­lifa bæði í menn­ingu og mat. Pin­t­erest

Staðirn­ir og fólkið

Þá er talið upp hvað á að gera sér til skemmt­un­ar í borg­inni en mælt er með að byrja á að þræða Al­fama-hverfið, fram hjá pastellituðum heim­il­um borg­ar­búa og smeygja sér inn í aldagaml­ar kirkj­ur og taberna.

Ekki má sleppa því að næla sér í portú­galskt kaffi (bica) og kjötloku (bif­ana) á leiðinni, áður en farið er upp í São Jor­ge-kast­al­ann til að njóta út­sýn­is­ins yfir borg­ina og alla leið að Tag­us-ánni.

Verslana­leiðang­ur í Chia­do og Avenida Li­ber­da­de er ómiss­andi og eins ferð til Belém til að skoða Jeróni­mos-klaustrið og Belém-turn­inn. 

Kaffihúsin og bakaríin eru ómissandi hluti af borgarferð til Lissabon.
Kaffi­hús­in og baka­rí­in eru ómiss­andi hluti af borg­ar­ferð til Lissa­bon. Pin­t­erest

Þá er minnst á söfn­in Nati­onal Tile Muse­um og MAAT. 

Mik­il­vægt er að dýfa sér af full­um krafti í mat­ar­upp­lif­un­ina og njóta morg­un­verðar á kaffi­hús­um á borð við Dramatico og Hello Kri­stof.

Síðdeg­is er hægt að fara á Time Out-markaðinn og síðan er mælt með kvöld­verði á marg­verðlaunuðum stöðum eins og Sala by João Sá og Belcanto.

Í hringiðu menn­ing­ar og mat­ar er einnig minnst á Portú­gal­ana sjálfa sem eru sagðir bæði hjálp­sam­ir og góðir.

Byggingarstíllinn er draumi líkastur.
Bygg­ing­ar­stíll­inn er draumi lík­ast­ur. Pin­t­erest

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert