70.000 hafa séð Manchester-myndband Húsvíkinga

Kynningarmyndband sem Húsvíkingar gerðu fyrir íbúa Manchester hefur fengið yfir …
Kynningarmyndband sem Húsvíkingar gerðu fyrir íbúa Manchester hefur fengið yfir 70.000 áhorf á Facebook og YouTube. Skjáskot/Facebook

Kynn­ing­ar­mynd­band sem Hús­vík­ing­ar gerðu fyr­ir íbúa Manchester hef­ur slegið ræki­lega í gegn á sam­fé­lags­miðlum, með yfir 70.000 áhorf á Face­book og YouTu­be. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Húsa­vík­ur­stofu.

Fyr­ir helgi kom fram í frétt­um að Ea­syJet hefði hafið flug milli Ak­ur­eyr­ar og Manchester. Húsa­vík er í ein­ung­is 45 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Ak­ur­eyri.

Hús­vík­ing­ar voru afar ánægðir með frétt­irn­ar og ákváðu þess vegna að út­búa mynd­band, þar sem yngsti leik­ar­inn er aðeins eins árs og sá elsti 95 ára. 

Elsti leikari myndbandsins er 95 ára goðsögn úr Húsavíkursamfélaginu, Villi …
Elsti leik­ari mynd­bands­ins er 95 ára goðsögn úr Húsa­vík­ur­sam­fé­lag­inu, Villi Páls. Skjá­skot/​Face­book

Í gær var svo einnig til­kynnt um aukið fram­boð á flugi Ea­syJet frá Lund­ún­um til Ak­ur­eyr­ar.

„Við bind­um mikl­ar von­ir við þessa nýju flug­leið Ea­syJet frá Manchester til Ak­ur­eyr­ar og erum þegar far­in að taka á móti bros­andi Manchester-búum til Húsa­vík­ur. Vet­ur­inn er það sem við þurf­um að efla og það á að vera stærsta fjár­fest­ing okk­ar, enda mun það nýta bet­ur aðra fjár­fest­ingu sem hef­ur verið ráðist í við upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu hér,“ seg­ir Örlyg­ur Hnef­ill Örlygs­son, markaðsstjóri hafna Norðurþings og verk­efna­stjóri Húsa­vík­ur­stofu.

Örlyg­ur seg­ir mark­mið mynd­bands­ins að vekja áhuga ferðamanna frá Manchester að skoða það sem nærum­hverfið hef­ur upp á að bjóða og taka rúnt­inn frá Ak­ur­eyri til Húsa­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka