Einn sögulegasti jólamarkaður Evrópu hringir inn jólin

Á aðventunni í Strassborg í Frakklandi opna jólamarkaðir á hverju …
Á aðventunni í Strassborg í Frakklandi opna jólamarkaðir á hverju torgi víðs vegar um borgina. Ljósmynd/Aðsend

Á hverju ári flykkj­ast nær tvær millj­ón­ir til höfuðborg­ar jól­anna, Strass­borg­ar í Alsace-héraði í Frakklandi, til að upp­lifa það besta sem aðvent­an hef­ur upp á að bjóða og alla þá ótal jóla­markaði sem spretta upp.

Hátíðarand­inn í Strass­borg svíf­ur yfir fal­lega skreytt hús og upp úr miðri ljósa­dýrðinni stend­ur dóm­kirkj­an í öllu sínu veldi. Í rökkr­inu ger­ast töfr­arn­ir. 

Gengið inn á Kléber-torgið.
Gengið inn á Klé­ber-torgið. Skjá­skot/​YouTu­be.com

Saga jóla­markaðanna

Á miðöld­um opnaði St. Klausen­mar­ket við dóm­kirkj­una og gjöf­um var dreift til barn­anna. Í mót­mæl­um í borg­inni á 16. öld lokaði markaður heil­ags Nikulás­ar og í staðinn opnaði „Christkindels­märik“ eða markaður Jesú barns­ins.

Árið 1830 var markaður­inn flutt­ur til Klé­ber-torgs­ins og 1870 til Broglie-torgs­ins, þar sem hann hef­ur verið síðan.

Upp úr 1990 breidd­ist markaður­inn út um borg­ina og í dag eru jafn­an sett­ir upp 300 bás­ar á ýms­um torg­um í Grande Ile-hverf­inu. Hver markaður er með ólíkt þema og í göngu­færi hver frá öðrum. 

Frá 16. öld hafa jóla­markaðirn­ir breytt borg­inni í vetr­ar­undra­land. Með þess­ari fjög­urra alda hefð er markaður­inn sá elsti í Frakklandi og meðal þeirra elstu í Evr­ópu.

Á hverju ári flykkjast nær tvær milljónir til höfuðborgar Strassborgar …
Á hverju ári flykkj­ast nær tvær millj­ón­ir til höfuðborg­ar Strass­borg­ar á aðvent­unni til að upp­lifa hinn sanna jóla­anda. Skjá­skot/​YouTu­be.com

Ýmis­legt í boði

Á aðvent­unni lýs­ist borg­in upp og fal­lega skreytt, þrjá­tíu metra hátt jóla­tré stend­ur til­komu­mikið á Klé­ber-torgi.

Alsace-héraðið er þekkt fyr­ir listauk­andi vör­ur á borð við vín, hand­verks­bjór, trufflu­sveppi og hinar marg­verðlaunuðu Bredele-smá­kök­ur. Á Meuniers-torg­inu er að finna markað fyr­ir þess­ar ein­stöku vör­ur frá Alsace og jafn­vel hægt að smakka. 

Alþjóðlegi jóla­markaður­inn á Guten­berg-torg­inu er afar skemmti­leg­ur. Þar eru svo­kallaðir gesta­bás­ar með vör­um frá öðrum lönd­um og m.a. hef­ur verið þar ís­lensk­ur bás. Alla jafna er um að ræða mat­vöru frá lönd­un­um og er heim­sókn á markaðinn sögð ómiss­andi. 

„Christkindels­märik“ á Broglie-torgi við ræt­ur óperu­húss­ins er lít­ill og ein­stak­ur. Ríku­leg­ir jóla­skrauts­bás­ar þar sem boðið er upp á hið hefðbundna jólag­lögg, með sæt­um ilm af kanil, neg­ul og sítrus. Matar­úr­valið er engu líkt og einn er hann sagður líf­leg­asti markaður borg­ar­inn­ar. Úrvalið þar ein­kenn­ist þó af fjölda­fram­leidd­um vör­um.

Einnig má nefna jóla­markaðinn á Cat­hé­drale-torg­inu sem er ávallt fjöl­menn­ur.

Það gætir ýmissa grasa á jólamörkuðunum, jólaskraut, handverk og matur. …
Það gæt­ir ým­issa grasa á jóla­mörkuðunum, jóla­skraut, hand­verk og mat­ur. Bæði fjölda­fram­leitt og hand­unnið. Skjá­skot/​Youtu­be

Hægt er að skella sér á sýn­ing­ar, tón­leika, sam­söng og fleira sem haldið er í kaþólsk­um, mót­mæl­enda-, og rét­trúnaðar­kirkj­um víðs veg­ar um borg­ina. Þetta tíma­bil er einnig til­valið að dást að vegg­tepp­um í dóm­kirkj­unni, einu helsta vegg­teppa­safni Frakk­lands, en þau eru aðeins sýnd á aðvent­unni og fram til 6. janú­ar kom­andi árs.

Christ­mas Mar­kets in Europe

Visit Stras­bourg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert