Ferð til Normandí fyrir söguþyrsta menningarvita

Mont Saint-Michel í Normandí, Frakklandi.
Mont Saint-Michel í Normandí, Frakklandi. Julien DI MAJO/Unsplash

Normandí, hérað sem er und­ir tölu­verðum nor­ræn­um áhrif­um, er í norðvest­ur Frakklandi. Þar eru ótal ör­nefni sem má rekja til nor­ræns upp­runa og ætt­ar­nöfn íbúa má einnig rekja til nor­rænna nafna. Í héraðinu er hægt að skoða ýmsa minn­is­varða, söfn og strend­ur. 

Merki­leg­ur staður með mikla sögu

Í sögu­legu sam­hengi er héraðið ákaf­lega merki­legt en þar fór fram bar­dagi 6. júní 1944, einn sá stærsti í sög­unni, sem markaði upp­hafið að enda­lok­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Þegar her­menn frá Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Kan­ada réðust til at­lögu við strend­ur Normandí til að berj­ast við Þjóðverja sem þá höfðu lagt und­ir sig Frakk­land.

Bayeux í Normandí
Bayeux í Normandí Nusa Ur­bancek/​Unsplash

Banda­lag ríkj­anna þriggja sigraði Þjóðverj­ana og í ág­úst sama ár var allt Norður-Frakk­land frelsað und­an oki Þjóðverja. Það var svo vorið 1945 sem Þjóðverj­ar lutu lægra haldi fyr­ir banda­lagi land­anna og í sept­em­ber það ár leið styrj­öld­in und­ir lok.

Ekk­ert svo langt frá Par­ís

Á Pla­net D er farið yfir staði sem spenn­andi er að skoða í Normandí, hér verður farið yfir brota brot af þeim.

Rúm­lega þriggja klukku­stunda akst­ur er frá Par­ís til Normandí en einnig er hægt að taka lest frá Par­ís til Bayeux og Caen, sem eru bæir í Normandí-héraðinu. 

Mynd innan úr dómkirkjunni í Bayeux.
Mynd inn­an úr dóm­kirkj­unni í Bayeux. Unsplash

Bayeux er dá­sam­leg­ur staður til að rölta um stein­steypt­ar göt­ur sem geyma mikla sögu. Vegg­teppa­safnið í Bayeux, sem staðsett er í gamla prest­skól­an­um, er eitt helsta aðdrátt­ar­afl bæj­ar­ins.

Safnið er á heims­minja­skrá UNESCO og seg­ir sögu land­vinn­inga Normanna á Englandi árið 1066 með ná­kvæm­um, 70 metra löng­um út­saumi. 

Dóm­kirkj­an í Bayeux er í stuttri göngu­fjar­lægð frá safn­inu. Dóm­kirkj­an lík­ist helst Notre Dame dóm­kirkj­unni í Par­ís og á ræt­ur að rekja aft­ur til 924.

Sainte-Mère-Église. Hér sést fallhlífin hanga utan á kirkjuturninum til minningar …
Sain­te-Mère-Église. Hér sést fall­hlíf­in hanga utan á kirkjut­urn­in­um til minn­ing­ar um John Steele. Unsplash

Sain­te-Mère-Église 

Sain­te-Mère-Église er bær í stuttri fjar­lægð frá Bayeux og hef­ur einnig mikið sögu­legt gildi í tengsl­um við orr­ust­una í seinni heims­styrj­öld­inni. Bær­inn var sá fyrsti til að vera frelsaður eft­ir yf­ir­töku Þjóðverja og því til sönn­un­ar er átak­an­leg­ur virðing­ar­vott­ur til her­manna banda­manna Frakk­lands.

Sain­te-Mère-Église, kirkj­an í bæn­um, er merki­leg að því leyti að ef litið er upp á kirkjut­urn­inn sést hvít fall­hlíf sem dangl­ar utan á hon­um.

Þetta er fall­hlíf banda­ríska fall­hlíf­ar­manns­ins John Steele sem var hengd upp í turn­inn til minn­ing­ar um þá fall­hlíf­ar­stökkvara úr banda­ríska hern­um sem lentu í bæn­um fyr­ir dag­inn ör­laga­ríka. John Steele brot­lenti á turn­in­um og var lát­in hanga þar og þykj­ast dauður til að plata Þjóðverja, sem tókst þó ekki, því hann þeir náðu hon­um síðar.

Fallegt um að litast í Bayeux.
Fal­legt um að lit­ast í Bayeux. Veronica Reverse/​Unsplash

Orr­ustu­svæðið og gra­freit­ur­inn

Skammt frá kirkj­unni er Air­borne-safnið en það hýs­ir safn fimm skála sem segja sögu banda­rísku 82. og 101. flug­her­deild­anna.

Svo er hægt að leigja ekta jeppa frá seinni heims­styrj­öld­inni og keyra til Po­in­te du Hoc, þar er 30 metra kletta­vegg­ur sem banda­rísk­ir fót­gönguliðar klifruðu upp í til að verj­ast Þjóðverj­um, banda­ríska kirkju­g­arðsins, þar sem hvíla um 10.000 her­menn, og Omaha-strand­ar­inn­ar, þar sem orr­ust­an átti sér stað og 4.000 manns létu lífið.

Hvíl í friði. Um 10.000 hermenn eru grafnir í þessum …
Hvíl í friði. Um 10.000 her­menn eru grafn­ir í þess­um kirkju­g­arði í Normandí. Mar­jol­ine Dela­haye/​Unsplash
Omaha-ströndin. Það er erfitt að ímynda sér að hér hafi …
Omaha-strönd­in. Það er erfitt að ímynda sér að hér hafi farið fram blóðug orr­usta banda­manna Frakka gegn Þjóðverj­um, þar sem 4.000 menn lágu í valn­um. Nusa Ur­bancek/​Unsplash

Pla­net D

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert