Ástfangin á toppi þekkts fjalls í Suður-Afríku

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich. Skjáskot/Instagram

Cross­Fit-stjarn­an Katrín Tanja Davíðsdótt­ir og kær­asti henn­ar, Brooks Laich, fyrr­ver­andi at­vinnumaður í ís­hokkí, eru bæði mjög æv­in­týra­gjörn og elska að ferðast um heim­inn og kynna sér ólíka menn­ing­ar­heima.

Parið nýt­ur nú alls þess besta sem Suður-Afr­íka hef­ur upp á bjóða. Katrín Tanja og Brooks gengu á topp Table Mountain, eins þekkt­asta kenni­leit­is Höfðaborg­ar, í morg­un og deildu mynd­skeiði af sér að njóta út­sýn­is­ins á toppn­um á In­sta­gram.

„Bók­staf­lega á toppi ver­ald­ar,” skrifaði parið við færsl­una sem fjöl­marg­ir hafa líkað.

Katrín Tanja og Brooks op­in­beruðu sam­band sitt í ág­úst 2021 og hafa verið dug­leg að fljúga á vit æv­in­týr­anna síðustu ár.

Parið átti æv­in­týra­lega daga í Indó­nes­íu í októ­ber og heim­sótti meðal ann­ars Kó­módó-eyju und­an strönd­um Súmötru og sáu þar kó­módó-dreka sem er stærsta núlif­andi eðla heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert