„Ég þarf alls ekki að fara til Tenerife“

Elisabete Fortes Elisabete Fortes
Elisabete Fortes Elisabete Fortes mbl.is/Arnþór

Elisa­bete Fortes er frá Portúgal og flutti til Íslands í lok árs 2007. Hún er 47 ára tveggja barna móðir og á tvö barna­börn. Hún stofnaði ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Elements4tra­vel rétt áður en kór­óna­veirufar­ald­ur­inn herjaði á sam­fé­lagið.

Í starfi sínu skipu­legg­ur Elisa­bete og sel­ur dags­ferðir um Ísland. „Ég fer með ferðamenn um allt land og vinn í sam­starfi við ýmis æv­in­týra­fyr­ir­tæki.“

Ein af jöklaferðunum sem hún hefur farið í.
Ein af jökla­ferðunum sem hún hef­ur farið í. Ljós­mynd/​Aðsend

Það ætti ekki að flækj­ast fyr­ir henni að leiða alþjóðleg­an hóp ferðafólks um landið þar sem hún tal­ar portú­gölsku, ensku, spænsku og auðvitað hið yl­hýra mál, ís­lensku.

„Ég sé mig halda áfram að vinna í þess­um bransa þar til lík­am­inn minn leyf­ir það ekki leng­ur.“

Elisabete með ferðamenn við Skógafoss.
Elisa­bete með ferðamenn við Skóga­foss. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki einn staður í upp­á­haldi

Elisa­bete fer með einka­hópa í skipu­lagðar dags­ferðir á sér­út­bún­um bíl í sam­starfi við er­lend­ar ferðaskrif­stof­ur. Hún hef­ur einnig tekið að sér leiðsögn fyr­ir önn­ur ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki t.d. í jökla- og snjósleðaferðir og 4x4 ferðir.

Spurð um upp­á­haldsstaðinn hér­lend­is seg­ir hún nán­ast ómögu­legt fyr­ir sig að velja úr einn stað. Hún sé týp­an sem keyri lengri leiðina aðeins til að njóta nátt­úr­unn­ar og út­sýn­is­ins. Á hverj­um tíma sé því eitt­hvað nýtt sem skjóti upp koll­in­um og býr til eft­ir­minni­lega upp­lif­un.

„Upp­á­haldsstaður­inn minn gæti allt eins verið sá sem ég á eft­ir að heim­sækja!“

Eitt er þó víst að hún þarf ekki að leita út fyr­ir land­stein­ana til þess að slaka á og end­ur­næra sig. „Ég þarf alls ekki að fara til Teneri­fe eins og ég heyrði eina konu segja um dag­inn.“

„Linda í miðjunnni og ég erum vinkonur eftir hún kom …
„Linda í miðjunnni og ég erum vin­kon­ur eft­ir hún kom til min í sína fyrstu ferð. Hún býr á Nýja-Sjálandi, hef­ur lesið tutt­ugu ís­lensk­ar bæk­ur og ætl­ar að koma hingað aft­ur á næsta ári.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Besta upp­lif­un­in

Fyrsti staður­inn sem Elisa­bete nefn­ir í tengsl­um við upp­lif­un er fal­leg­asta „veit­inga­hús“ heims, í Þórs­mörk, eins og hún orðar það. Þangað hef­ur hún farið með ferðamenn ásamt öðrum leiðsögu­manni sem rek­ur fyr­ir­tæki í óbyggðaferðum.

„Þar fá ferðalang­arn­ir mín­ir dá­sam­leg­ar ís­lensk­ar lamba­lund­ir með öllu til­heyr­andi, al­gjör­lega besta „stöff“ í heimi!“

Elisa­bete seg­ir það einnig stór­kost­lega upp­lif­un að sjá birta yfir and­lit­um ferðamanna þegar þeir sjá norður­ljós­in í fyrsta sinn. „Jökla­ferðir og hella­skoðanir eru líka meðal minna upp­á­halds­ferða.“

Elisabete segir það einnig stórkostlega upplifun að sjá birta yfir …
Elisa­bete seg­ir það einnig stór­kost­lega upp­lif­un að sjá birta yfir and­lit­um ferðamanna þegar þeir sjá norður­ljós­in í fyrsta sinn. Ljós­mynd/​Aðsend

Í ferðum sín­um reyn­ir hún alltaf að leiða hóp­inn að torf­hús­um til að sýna þeim hvernig Íslend­ing­ar lifðu af í erfiðum aðstæðum og risu upp sem nú­tímaþjóðfé­lag.

Heit­ar laug­ar, bæði nátt­úru­laug­ar og baðlón, eru eitt af eft­ir­lætisafþrey­ing­unni en í sér­stöku upp­á­haldi eru jarðböðin í Hvamms­vík. „Þar sem ég synti í sjón­um með syni mín­um í fyrsta sinn á Íslandi. Útsýnið þar er ótrú­legt og ósnortið.“

Þá minn­ist hún einn­ar bestu upp­lif­un­ar sinn­ar með hópi af ferðamönn­um þegar hún leiddi hug­leiðslu með átta manns í nátt­úru­laug sem þau fengu al­veg út af fyr­ir sig.

4x4 ferð. Unnar í Óbyggðaferðir á leiðinni í Þórsmörk.
4x4 ferð. Unn­ar í Óbyggðaferðir á leiðinni í Þórs­mörk. Ljós­mynd/​Aðsend
Fjallgöngur eru algjör ástríða. Hér er Elisabete í Kerlingafjöllum.
Fjall­göng­ur eru al­gjör ástríða. Hér er Elisa­bete í Kerl­inga­fjöll­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Úr kuln­un í ferðaþjón­ustu

Elisa­bete vann ýmis störf áður en hún byrjaði að vinna í ferðaþjón­ustu 2017 þegar hún hafði lokið meira­prófi. Spurð um ástæðu þess að hún hafi fært sig yfir í ferðaþjón­ustu seg­ir Elisa­bete að árið 2014, þegar Ísland var orðinn vin­sæll áfangastaður, lenti hún í kuln­un.

Í kjöl­farið kynnti hún sér and­leg mál­efni og svo­kölluð „verk­færi“ til að stuðla að betri and­legri líðan, þ.á.m úti­vist og hreyf­ingu. „Þá áttaði ég mig á því hve mikið ég elska ís­lenska nátt­úru.“

„Hér fengum við þrjú ekta íslensk matarboð með nýju vinum …
„Hér feng­um við þrjú ekta ís­lensk mat­ar­boð með nýju vin­um okk­ar, Inga og Siggu, sem við kynn­umst dag­inn áður á 4x4 ferð.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Líf Elisa­bete á Íslandi er afar fjöl­breytt og raðar hún klukku­stund­um dags­ins sam­an í kring­um sam­veru með börn­un­um sín­um, eig­in vellíðan, starf og áhuga­mál. „Ég er mjög for­vit­in og orku­mik­il og tek þátt í alls kon­ar nám­skeiðum og viðburðum þar sem ég get lært eitt­hvað nýtt, bæði áhuga­vert og styrkj­andi í leik og starfi.“

Ferðir Elements4tra­vel hverf­ast um frum­efn­in vatn, jörð, loft og eld. „Ég er mjög sveigj­an­leg, elska að laga hlut­ina og „redda mál­un­um“ á ferðinni, án streitu. Íslensk nátt­úra kenndi mér það,“ og seg­ist hún leiðasegja ferðamönn­um með hjart­anu.

„Ég hef lært á erfiðan hátt að hlusta á inn­sæið og velja ör­yggi fram yfir áhættu, jafn­vel þótt það kosti tæki­færi eða pen­inga. Það er þess virði, því Ísland kenn­ir þér alltaf eitt­hvað nýtt, um sjálf­an þig, nátt­úr­una og heim­inn.“

Þessi var tekin með hóp sem var í „yoga retreat“ …
Þessi var tek­in með hóp sem var í „yoga retreat“ á ION hót­eli. Ljós­mynd/​Aðsend
Elisabete hefur lagt áherslu á í ferðum sínum að kynna …
Elisa­bete hef­ur lagt áherslu á í ferðum sín­um að kynna ferðamönn­um fyr­ir því hvernig Íslend­ing­ar komust úr torf­kof­un­um og yfir í það að verða nú­tíma­sam­fé­lag á pari við önn­ur ríki. Ljós­mynd/​Aðsend

Sex ráð Elisa­bete til ferðaþyrstra Íslend­inga:

  • Forðast akst­ur að vetri til, nema viðkom­andi hafi kynnt sér vega­kerfið mjög vel og veður­spár. Ekki stoppa við veg­inn!
  • Vertu sveigj­an­leg­ur og já­kvæður. Ísland er lif­andi land með orku á ster­um. Landið býður oft­ast meiri feg­urð og tæki­færi þegar fólk er í góðu skapi.
  • Verslaðu meira hjá litl­um fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega úti á landi. Þannig styðjum við ís­lenskt sam­fé­lag.
  • Kauptu ís­lensk­ar bæk­ur ef þú hef­ur tök á því.
  • Farðu í sund og spjallaðu við heima­menn í heit­um pott­um. Þú veist aldrei hvaða stór­kost­legu sög­ur fólk ber með sér. „Á Íslandi hef ég lært að dást að því hvernig sam­fé­lagið og nátt­úr­an tengj­ast djúpt, með hlátri, tár­um og magnaðri sam­veru.“
Kátt á hjalla með góðum hópi fólks.
Kátt á hjalla með góðum hópi fólks. Ljós­mynd/​Aðsend
Sólheimajökull. Ferð á vegum Troll expeditions.
Sól­heima­jök­ull. Ferð á veg­um Troll exped­iti­ons. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert