Sunneva Eir og Birta Líf flúðu til Parísar

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir. Samsett mynd

Það væsir ekki um Teboðs-píurnar Sunnevu Eiri Einarsdóttur og Birtu Líf Ólafsdóttur þessa dagana, en þær eru staddar í París, sem stendur svo sannarlega undir viðurnefni sínu sem borg ljósanna, um þessar mundir.

Stöllurnar hafa verið duglegar að deila myndum og myndböndum frá ferðinni á samfélagsmiðlum og gefið fylgjendum sínum innsýn í lífið í Evrópuborginni í jólamánuðinum.

Sunneva Eir og Birta Líf klæddu sig upp í sitt fínasta púss og tóku myndir af sér með Eiffelturninn í baksýn, supu á gómsætu heitu súkkulaði á einu þekktasta kaffihúsi Parísar, Carrette Place Des Vosges, og gæddu sér á dýrindis kvöldverði við kertaljós. Það gerist ekki betra!

Þjóðþekktir Íslendingar flykktust til Parísar

Sunneva Eir og Birta Líf eru þó ekki einu Íslendingarnir sem hafa kynnt sér jólastemninguna í París. Þó nokkrir þjóðþekktir einstaklingar flugu til borgarinnar um helgina í þeirri von um að finna jólaandann. 

Meðal þeirra eru hárgreiðslumennirnir Svavar Örn Svavarsson og Daníel Örn Hinriksson, Svava Johansen og Björn Sveinbjörnsson kaupmenn í NTC og fjárfestarnir Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert