Sunneva Eir og Birta Líf flúðu til Parísar

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir. Samsett mynd

Það væs­ir ekki um Teboðs-pí­urn­ar Sunn­evu Eiri Ein­ars­dótt­ur og Birtu Líf Ólafs­dótt­ur þessa dag­ana, en þær eru stadd­ar í Par­ís, sem stend­ur svo sann­ar­lega und­ir viður­nefni sínu sem borg ljós­anna, um þess­ar mund­ir.

Stöll­urn­ar hafa verið dug­leg­ar að deila mynd­um og mynd­bönd­um frá ferðinni á sam­fé­lags­miðlum og gefið fylgj­end­um sín­um inn­sýn í lífið í Evr­ópu­borg­inni í jóla­mánuðinum.

Sunn­eva Eir og Birta Líf klæddu sig upp í sitt fín­asta púss og tóku mynd­ir af sér með Eif­felt­urn­inn í bak­sýn, supu á góm­sætu heitu súkkulaði á einu þekkt­asta kaffi­húsi Par­ís­ar, Car­rette Place Des Vos­ges, og gæddu sér á dýr­ind­is kvöld­verði við kerta­ljós. Það ger­ist ekki betra!

Þjóðþekkt­ir Íslend­ing­ar flykkt­ust til Par­ís­ar

Sunn­eva Eir og Birta Líf eru þó ekki einu Íslend­ing­arn­ir sem hafa kynnt sér jóla­stemn­ing­una í Par­ís. Þó nokkr­ir þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar flugu til borg­ar­inn­ar um helg­ina í þeirri von um að finna jóla­and­ann. 

Meðal þeirra eru hár­greiðslu­menn­irn­ir Svavar Örn Svavars­son og Daní­el Örn Hinriks­son, Svava Johan­sen og Björn Svein­björns­son kaup­menn í NTC og fjár­fest­arn­ir Ingi­björg Pálma­dótt­ir og Jón Ásgeir Jó­hann­es­son.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birta Líf (@bir­tali­fol­afs)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birta Líf (@bir­tali­fol­afs)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert