Litlu jólamarkaðirnir víðs vegar um Evrópu eru algjör gull

Þessir jólamarkaðir beina kastljósinu að handverksmönnum, allt frá kertasmiðum í …
Þessir jólamarkaðir beina kastljósinu að handverksmönnum, allt frá kertasmiðum í Helsinki til skartgripahönnuða í Kosice. Skjáskot/Instagram

Með því að heim­sækja minni jóla­markaði í helstu borg­um Evr­ópu er hægt að styðja við inn­lenda fram­leiðslu með því að versla hand­verk og hönn­um frá inn­lend­um fram­leiðend­um. 

Hvernig væri að dýfa sér í gleðina og njóta þess sem er hannað og fram­leitt af heima­mönn­um? Kræs­ing­ar, minja­grip­ir, hönn­un og gjaf­ir. Allt í nánd við vina­legt hátíðarand­rúms­loft og kannski með eins og eitt glas af glöggi í hendi.

Hringekja sem gengur fyrir endurnýjanlegri orku stendur í miðju jólamarkaðarins …
Hring­ekja sem geng­ur fyr­ir end­ur­nýj­an­legri orku stend­ur í miðju jóla­markaðar­ins á Sena­at­in-torgi Skjá­skot/​In­sta­gram

Hels­inki, Finn­land

Jóla­markaður­inn á Sena­at­in-torg­inu í Hels­inki verm­ir gest­um um hjartaræt­ur í des­em­berfrost­inu. Yfir hundrað lít­illa fram­leiðenda selja allt frá prjónuðum sokk­um og hand­máluðum kert­um til silf­ur­skart­gripa sem sækja inn­blást­ur í finnska vet­ur­inn.

Fal­leg hring­ekja, knú­in end­ur­nýj­an­legri orku, stend­ur í miðju jóla­markaðar­ins sem þekkt­ur er fyr­ir minnk­un úr­gangs þar sem allt um­fram­góðgæti er gefið til góðgerðarsam­taka.

Á jólamörkuðum Ríga má finna ýmislegt góðgæti.
Á jóla­mörkuðum Ríga má finna ým­is­legt góðgæti. Skjá­skot/​In­sta­gram

Ríga, Lett­land

Hvelf­ing­ar­torgið í Ríga er und­urfag­urt um­hverfi fyr­ir jóla­markaðinn í gamla bæn­um. Heim­sókn á markaðinn get­ur breyst í veislu fyr­ir bragðlauk­ana, því ekki ein­ung­is eru seld þar bý­vaxkerti og ull­ar­hansk­ar held­ur einnig piragi-bei­kon­boll­ur, reykt­ar pyls­ur og súr­kál, ásamt heit­um, nýk­ara­melliseruðum hesli­hnet­um. 

Í Ríga má einnig finna jóla­markað í Kalnciema-hverf­inu, hvern laug­ar­dag á aðvent­unni. Bænd­ur, hönnuðir og lista­menn víðs veg­ar að frá Lett­landi selja vör­ur eins og krukk­ur af Kimchi-súr­káli, út­saumaða inni­skó, hand­málaðar skál­ar og flösk­ur af hinu fræga Riga Black Bal­sam-lí­kjör.

Góðgæti á jólamarkaði í Vilníus.
Góðgæti á jóla­markaði í Viln­íus. Skjá­skot/​Youtu­be
Hægt er að finna handgerðar gjafir og skraut.
Hægt er að finna hand­gerðar gjaf­ir og skraut. Skjá­skot

Viln­íus, Lit­há­en

Jóla­tréð á Dóm­kirkju­torg­inu í Viln­íus er sett í nýj­an bún­ing ár hvert. Fyrri þemu hafa verið skák, æv­in­týri og, í til­efni af 700 ára af­mæli borg­ar­inn­ar í fyrra, risa­stór, lag­skipt kaka.

Sé tréð í aug­sýn má gera ráð fyr­ir að aðaljóla­markaður­inn sé ná­lægt en þar eru seld­ar hand­gerðar jóla­gjaf­ir.

Einnig er mælt með 18.-22. des­em­ber þegar hæfi­leika­rík­ir hönnuðir alls staðar frá Lit­há­en setja fram stíl­hrein­ar vör­ur sín­ar á jóla­hönn­un­ar­markaðnum á Vincas Kudirka-torgi.

Í Kosice í Slóvakíu er um að gera að skála …
Í Kosice í Slóvakíu er um að gera að skála fyr­ir aðvent­unni í „medovina“. Skjá­skot/​Youtu­be

Kosice, Slóvakía

Bær­inn Kosice er staðsett­ur í aust­ur­hluta Slóvakíu og þar er iðulega frost og snjór á þess­um árs­tíma.

Í kuld­an­um er um að gera að skála fyr­ir aðvent­unni í „medovina“, sæt­um drykk sem er soðinn úr hun­angi frá slóvensk­um bý­flugna­rækt­end­um.

Mælt er með MAME-jóla­markaðnum í Taback Kult­urfa­brik-menn­ing­armiðstöðinni sem op­inn er dag­ana 6. og 7. des­em­ber. Þar ber að líta fjár­sjóð hand­verks og hönn­un­ar frá teikn­ur­um, skart­gripa­fram­leiðend­um, graf­ísk­um hönnuðum og súkkulaðifram­leiðend­um.

Elsti jólamarkaður Svíþjóðar er í Gamla Stan í Stokkhólmi.
Elsti jóla­markaður Svíþjóðar er í Gamla Stan í Stokk­hólmi. Skjá­skot/​Youtu­be

Stokk­hólm­ur, Svíþjóð

Hægt er að velja um jóla­markaði í Stokk­hólmi, en elsti markaður Svíþjóðar sem er í gamla bæn­um (Gamla Stan) er ómiss­andi. Sá markaður skaut fyrst rót­um 1837.

Ágóði sölu Fair Christ­mas pop-up markaðar­ins renn­ur til sam­taka sem vinna að mann­rétt­inda- og um­hverf­is­mál­um. Markaður­inn er op­inn 7.-8. des­em­ber.

Ekki gleyma að kíkja í Färg­fa­briken-verk­smiðjuna sem er einnig pop-up markaður og hef­ur verið breytt í nú­tíma­listagalle­rí þar sem hægt er að versla smart gjaf­ir und­ir lif­andi tónlist ým­issa hljóm­sveita. Markaður­inn er op­inn dag­ana 14. og 15. des­em­ber.

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert