Euro News mælir með „öðruvísi“ áramótum á Íslandi

Í nýrri grein á Euro News eru lesendur hvattir til …
Í nýrri grein á Euro News eru lesendur hvattir til að ferðast til Íslands til að upplifa öðruvísi áramót. mbl.is/Árni Sæberg

Í nýrri grein á Euro News eru les­end­ur spurðir hvernig þeir hringi inn nýja árið, hvort þeir geri það með kampa­víns­skál eða breska tíma­móta­söngn­um „Auld Lang Syne“. Þá er sagt frá því hvernig Reyk­vík­ing­ar fagna nýja ár­inu með ára­móta­bomb­um og áhorfi á „skemmtiþátt“ (Ára­móta­s­kaupið).

Vetr­ar­hefðirn­ar eru marg­vís­leg­ar hér­lend­is en sam­kvæmt Euro News er sú sem stend­ur upp úr sprengjugleði Íslend­inga á síðasta degi árs­ins. Les­end­um er bent á að ef þeir kjósi að upp­lifa gaml­árs­kvöld öðru­vísi þá eigi þeir að ferðast til Íslands.

Í landi elds og íss er við hæfi að nýtt ár sé boðið vel­komið með lát­um og mikl­um spreng­ing­um. Sagt er að ung­ir sem aldn­ir Íslend­ing­ar fagni ára­mót­un­um með dansi, söng, vanga­velt­um um líðandi ár og gleði yfir kom­andi ári.

Þá er minnst á brenn­urn­ar sem eru um alla höfuðborg­ina, og vita­skuld á lands­byggðinni líka.

Sprengjugleði Íslendinga á áramótunum er tilefni í grein á Euro …
Sprengjugleði Íslend­inga á ára­mót­un­um er til­efni í grein á Euro News. Skjá­skot/​In­sta­gram
Um borg og bý fara fram skemmtilegar brennur þar sem …
Um borg og bý fara fram skemmti­leg­ar brenn­ur þar sem fólk kem­ur sam­an, fær sér í tána og skemmti sér í fjöld­an­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Ára­móta­s­kaupið sér­ís­lensk hefð

Það þykir sér­stakt að ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur og vin­ir safn­ist fyr­ir fram­an sjón­varpið rétt fyr­ir miðnætti á gaml­árs­dag til að horfa á Ára­móta­s­kaupið, háðsádeilu á at­b­urði liðins árs. Klukk­an 22:30 dett­ur allt í dúna­logn þegar lands­menn horfa á eina vin­sæl­ustu út­send­ingu árs­ins – með 90% áhorf – í Rík­is­sjón­varp­inu. 

„Þetta er meira en gam­anþátt­ur, þetta er dýr­mæt, ís­lensk hefð sem end­ur­spegl­ar hæðir og lægðir liðins árs og skap­ar stund hlát­urs,“ er haft eft­ir Kristjáni Bjarka Jónas­syni bóka­út­gef­anda sem starfar nú á Markaðsstofu Reykja­vík­ur.

Þá seg­ir að Íslend­ing­ar hafi skapað sín­ar eig­in hefðir í kring­um flug­eld­ana þar sem eng­in op­in­ber flug­elda­sýn­ing er hald­in, held­ur stíga fjöl­skyld­ur og vin­ir út og sprengja upp villt og galið.

Frá 28. des­em­ber til 6. janú­ar er hægt að kaupa flug­elda hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg og er þetta ein helsta fjár­öfl­un fé­lags­ins. Mælt er með að ferðamenn slá­ist í hóp­inn með Íslend­ing­um, kaupi sér flug­elda, fari út að sprengja og skemmti sér til klukk­an fimm um morg­un­inn.

Falleg loftmynd frá Reykjavíkurborg.
Fal­leg loft­mynd frá Reykja­vík­ur­borg. Skjá­skot/​In­sta­gram
Íslendingar kunna að fagna áramótunum.
Íslend­ing­ar kunna að fagna ára­mót­un­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert