Hvert er best að fara í janúar?

Væri ekki gaman að yfirgefa myrkrið á Íslandi í janúar …
Væri ekki gaman að yfirgefa myrkrið á Íslandi í janúar og fara að snorkla í sjónum við Dóminíska lýðveldið? Jared Lisack/Unsplash

Þegar jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn og brjálæðið er að ná há­marki láta ef­laust marg­ir sig dreyma um gott frí í sól og hita, jafn­vel í janú­ar þegar allt fjörið er búið og myrkrið virðist eng­an endi ætla að taka.

Svo eru kannski ein­hverj­ir sem láta vaða og drífa sig í sól­ina eft­ir ára­mót­in og þá eru hér fimm áfangastaðir – ekki Spánn – sem Tra­vel and Leisure mæl­ir með.

Los Ca­bos, Mexí­kó

Los Ca­bos er á suðurodda Baja Kali­forn­íu sem til­heyr­ir Mexí­kó. Í lok des­em­ber ár hvert flykkj­ast þangað grá­hval­ir, hnúfu­bak­ar og hval­háf­ar til að fjölga sér í hlýj­um sjón­um. Í Los Ca­bos er hægt að fara í hvala­skoðun­ar­ferðir í janú­ar.

Auk þess stát­ar staður­inn sig af hvít­um sand­strönd­um, golf­völl­um, næt­ur­klúbb­um, versl­un­um og fjölda veit­ingastaða. Eitt­hvað til að halda ferðalöng­um upp­tekn­um dag og nótt.

Í lok desember flykkist fjöldi hvalategunda í sjóinn við Los …
Í lok des­em­ber flykk­ist fjöldi hvala­teg­unda í sjó­inn við Los Ca­bos til að eiga af­kvæmi sín. Dav­id Nieto/​Unsplash
Það er falleg í Los Cabos.
Það er fal­leg í Los Ca­bos. Leospr­spcti­ve/​Unsplash
Hver er ekki til í suðrænana stemningu í janúar?
Hver er ekki til í suðræn­ana stemn­ingu í janú­ar? Miikka Luotio/​Unsplash

Dóm­in­íska lýðveldið

Dóm­in­íska lýðveldið er á eyj­unni Hispani­ola sem er um­kringd bæði Karíbahaf­inu og Atlants­haf­inu. Eyj­an býr yfir mikl­um nátt­úrutöfr­um, fjöl­breyttu lands­lagi, plöntu- og dýra­lífi. Þar eru alls 29 þjóðgarðar, allt frá skýja­skóg­in­um í Sierra de Bahoruco-þjóðgarðinum til galdra­hell­anna í Cotubanamá-þjóðgarðinum.

Við eyj­una er einnig að finna Montecristi-neðan­sjáv­arþjóðgarðinn þar sem hægt er að kafa og skoða kór­alrif­in.

Í janú­ar er lofts­lagið á eyj­unni hlýtt og þurrt og því full­komið fyr­ir þá sem vilja slappa af á strönd­inni með suðræn­an drykk við hönd.

Dóminíska lýðveldið. Loftslagið á eyjunni er fullkomið í janúar.
Dóm­in­íska lýðveldið. Lofts­lagið á eyj­unni er full­komið í janú­ar. Victor Ros­ario/​Unsplash
Á eyjunni er fjölbreytt plöntu- og dýralíf.
Á eyj­unni er fjöl­breytt plöntu- og dýra­líf. Ju­anca Paul­ino/​Unsplash

Ind­land

Ind­land er fjöl­menn­asta land heims­ins þótt Ísland sé auðvitað „stórasta“ land í heimi. Mak­ar Sankrati er vin­sæl hátíð meðal hind­úa og fer fram í kring­um 14. janú­ar ár hvert. Hátíðin tákn­ar lok vetr­ar og upp­haf lengri daga. Þá hóp­ast heima­menn upp á húsþök og taka þátt í svo­kölluðum flug­elda­bar­daga. 

Janú­ar 2025 er einnig sagður full­kom­inn tími til að upp­lifa stærstu trú­ar­sam­komu í heimi, Maha Kumbh Mela, sem hald­in er á tólf ára fresti í borg­inni Praya­graj.

Taj Mahal í Agra, Indlandi.
Taj Mahal í Agra, Indlandi. Ju­li­an Yu/​Unsplash
Hver myndi ekki vilja skreppa á rúntinn með þessum?
Hver myndi ekki vilja skreppa á rúnt­inn með þess­um? C Ray­b­an/​Unsplash

Dúbaí

Janú­ar er frá­bær tími til að heim­sækja Dúbaí. Veðrið er nota­legt, minni raki er í loft­inu og dag­arn­ir líða í birtu hins enda­lausa vetr­ar­sól­skins. Flest­ir viðburðir í Dúbaí eiga sér stað yfir „kald­ari“ mánuðina, þ.á.m vetr­ar­hátíðin í Dúbaí. Stemn­ing­in á ver­önd­um kaffi­húsa og bara verður skemmti­legri með mild­ara veðri og minni mann­fjölda.

Strend­ur eru ögn kald­ari á morgn­ana og kvöld­in en yfir dag­inn er þar full starf­semi og ým­is­legt í boði.

Dúbí, eins og af annarri veröld,
Dúbí, eins og af ann­arri ver­öld, Christoph Schulz/​Unsplash
Leigubílarnir bíða í röðum í Dúbaí. Hægt er að fara …
Leigu­bíl­arn­ir bíða í röðum í Dúbaí. Hægt er að fara í úlf­alda­safarí. Fern­ando Jor­ge/​Unsplash

Patagón­ía

Patagón­ía, heim­kynni skóga, jökla, fjalla og eyðimerk­ur, er staðsett á suðurodda Suður-Am­er­íku og nær yfir hluta Síle og Arg­entínu. Í janú­ar er ferðaþjón­usta á svæðinu í full­um gangi, þrátt fyr­ir að vera ekki há­anna­tími ferðamennsk­unn­ar. Sól­rík­ir dag­arn­ir eru lang­ir og hent­ar áfangastaður­inn þeim sem vilja vera á ferðinni. 

Vin­sælt er að skoða Tor­res del Paine-þjóðgarðinn í Síle og Los Glaciares-þjóðgarðinn í Arg­entínu. Aðrar afþrey­ing­ar gætu verið eitt­hvað á borð við hvala­skoðun eða heim­sókn á naut­gripa­búg­arð fyr­ir aukna menn­ing­ar­upp­lif­un.

Patagónía er staður fyrir þá sem vilja aðeins meiri afþreyingu …
Patagón­ía er staður fyr­ir þá sem vilja aðeins meiri afþrey­ingu í fjöl­breyttu lands­lagi og góðu veðri. Domie Sharp­in­Unsplash
Patagónía gæti á sumum stöðum minnt á Ísland.
Patagón­ía gæti á sum­um stöðum minnt á Ísland. Eric Carl­son/​Unsplash
Landslagið og náttúran í Patagónía er afar fjölbreytt.
Lands­lagið og nátt­úr­an í Patagón­ía er afar fjöl­breytt. Thayr­an Melo/​Unsplash

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert