Allir uppáhalds staðirnir í tyrknesku heimaborginni

Einn frægasti leikar Tyrklands er fæddur og uppalinn í Antalya. …
Einn frægasti leikar Tyrklands er fæddur og uppalinn í Antalya. Hann hefur ákveðnar skoðanir um hvað eigi að gera í borginni. Skjáskot/Instagram

Tyrkneski leikarinn Ekin Koç kallaði Antalya í Tyrklandi heimilið sitt áður en hann sigraði tyrkneska kvikmyndaheiminn.

Hann flutti til Istanbúl til að fara í háskóla og fyrir kvikmyndaferilinn. Hann er hrifinn af Istanbúl en segir hana þó afar fjölmenna og fólk mikið að flýta sér, Antalya hafi meiri „Miðjarðarhafsstemningu“ yfir sér og þar sé fólk mun afslappaðra. 

Borgin Antalya er kannski minna þekkt en Istanbúl, en engu að síður vinsæll ferðamannastaður. Hún er 2.000 ára gömul, kölluð krúnudjásn tyrknesku rivíerunnar og var ein af mest heimsóttu borgum heims árið 2023. 

Ekin Koç, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í HBO þáttunum Succession, er fæddur í Antalya og í viðtali við BBC Travel segir hann frá sínum uppáhaldsstöðum í borginni. 

Fallegar strendur í Antalya með fjallgarðana í baksýn.
Fallegar strendur í Antalya með fjallgarðana í baksýn. JW./Unsplash
Í amstri dagsins er hægt er að setjast inn á …
Í amstri dagsins er hægt er að setjast inn á hugguleg veitingahús í Antalya. Dmitry Spravko/Unsplash

Matarupplifunin

Í Antalya er rík matreiðsluhefð og þar er veittur innblástur í staðbundna rétti eins og yanikisi dondurma, „brenndan“ ís úr maltneskri geitamjólk sem soðin er við hátt hitastig.

Piyaz sem er hvítt baunasalat og borða Antalya-búar það yfirleitt með kjötbollum og með bragðmikilli tarator-sósu. Nokkrir veitingastaðir í borginni eru þekktir fyrir snúning á réttinum, eins og Piyazcı Ahmet-veitingastaðurinn og Antalyan mainstay 7 Mehmet, sem er afar vinsæll, að sögn Koç.

Svo má ekki gleyma að strendur Antalya iða af fiski og það vinsælasta eru smokkfiskur og rækjur.

Það væri ekki ónýtt að setjast á þennan veitingastað með …
Það væri ekki ónýtt að setjast á þennan veitingastað með Ekin Koç. Dmitry Spravko/Unsplash
Antalya er krúnudjásn tyrknesku rivíerunnar.
Antalya er krúnudjásn tyrknesku rivíerunnar. Sara Calado/Unsplash

Afþreying utandyra

Við borgina er gríðarlegt fjalllendi og hægt er að taka kláf upp í 2.365 metra hæð á Tahali Dagi-fjallið. En sé leitað að alvöru ævintýri bendir Koç á að fara vinsæla gönguleið með suðurströndinni. Slóð sem breski áhugasagnfræðingurinn Kate Clow lét gera í kringum 1990 og var ætlað að tengja saman átján fornar borgir við Antalya, þ.á.m UNESCO-borgirnar Letoon og Xanthos.

Á leiðinni er hægt að skoða fornar borgir, rústir, rómversk og grísk leikhús, hefðbundin tyrknesk þorp, hitta heimamenn og njóta töfrandi útsýnis. Þá er hægt að fara í minni gönguferðir, klifur og tjalda. Jafnvel fá sér sundsprett í sjónum.

Vegna mikils sumarhita mælir hann með gönguferðum á tímabilunum febrúar-maí eða september-nóvember.

Antalya er vinsæll ferðamannastaður í Tyrklandi.
Antalya er vinsæll ferðamannastaður í Tyrklandi. Anton Etmanov/Unsplash
Koç segir frábæra upplifun að sitja á sýningu í Aspendos-leikhúsinu, …
Koç segir frábæra upplifun að sitja á sýningu í Aspendos-leikhúsinu, í sömu sætum og fólk sat fyrir 2.000 árum. Hafizul Hafiz/Unsplash

Menningarupplifun

Borgin státar sig af fjölda menningarviðburða, t.d. Golden Orange-kvikmyndahátíðinni sem haldin er á hverju hausti. Koç mælir með Aspendos-leikhúsinu, sem er tvö þúsund ára gamalt. Þar er hægt að fara á tónleika, danssýningar eða leikrit.

Leikhúsið er staðsett í hinni fornu borg Aspendos og er hálfhringlaga byggt á 2. öld fyrir Krist á valdatíma Markúsar Árelíusar keisara.

Í 2.000 ára gömlu leikhúsinu í Aspendos er hægt að …
Í 2.000 ára gömlu leikhúsinu í Aspendos er hægt að fara á tónleika, danssýningar og leikrit. Aylin Çobanoğlu/Unsplash

Daglegt líf

Til að upplifa þetta venjulega mælir hann með að farið sé í gamla bæinn, Kaleiçi. Bærinn er að vísu aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en þar er einnig hægt að sjá og umgangast mikið af heimamönnum. 

Bærinn hefur að geyma mikla sögu og hið daglega líf heimamanna, ásamt fínum kaffihúsum, börum og veitingastöðum.

Hafnarsvæðið í bænum er eitt það líflegasta í Antalya.

Fallegt sólarlag.
Fallegt sólarlag. Kubilay Bal/Unsplash
Mannlífið eru öllu rólegra í Antalya en í Istanbúl.
Mannlífið eru öllu rólegra í Antalya en í Istanbúl. Dario Daniel Silva/Unsplash

Næturlífið

Fólk fer venjulega til Kemer til að skemmta sér, að sögn Koç. Kemer er strandbær í um fjörutíu mínútna fjarlægð frá Antalya. Þar er mikið um klúbba, fólk fer þangað seinnipart dags til að njóta þess að vera á ströndinni og kíkir svo út á lífið seinna um kvöldið.

Oddhvöss strandlengja Antalya hefur að geyma dásamlegar strendur og hina sívinsælu, hvítu sandströnd Konyaalti sem er rétt fyrir utan miðbæinn með grænum svæðum og veitingastöðum.

Strandbærinn Kemer er vinsæll fyrir þá sem vilja kíkja út …
Strandbærinn Kemer er vinsæll fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið. Ondrej Bocek/Unsplash

BBC Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert