Allir uppáhalds staðirnir í tyrknesku heimaborginni

Einn frægasti leikar Tyrklands er fæddur og uppalinn í Antalya. …
Einn frægasti leikar Tyrklands er fæddur og uppalinn í Antalya. Hann hefur ákveðnar skoðanir um hvað eigi að gera í borginni. Skjáskot/Instagram

Tyrk­neski leik­ar­inn Ekin Koç kallaði An­ta­lya í Tyrklandi heim­ilið sitt áður en hann sigraði tyrk­neska kvik­mynda­heim­inn.

Hann flutti til Ist­an­búl til að fara í há­skóla og fyr­ir kvik­mynda­fer­il­inn. Hann er hrif­inn af Ist­an­búl en seg­ir hana þó afar fjöl­menna og fólk mikið að flýta sér, An­ta­lya hafi meiri „Miðjarðar­hafs­stemn­ingu“ yfir sér og þar sé fólk mun af­slappaðra. 

Borg­in An­ta­lya er kannski minna þekkt en Ist­an­búl, en engu að síður vin­sæll ferðamannastaður. Hún er 2.000 ára göm­ul, kölluð krúnu­djásn tyrk­nesku ri­víer­unn­ar og var ein af mest heim­sóttu borg­um heims árið 2023. 

Ekin Koç, sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í HBO þátt­un­um Successi­on, er fædd­ur í An­ta­lya og í viðtali við BBC Tra­vel seg­ir hann frá sín­um upp­á­halds­stöðum í borg­inni. 

Fallegar strendur í Antalya með fjallgarðana í baksýn.
Fal­leg­ar strend­ur í An­ta­lya með fjall­g­arðana í bak­sýn. JW./​Unsplash
Í amstri dagsins er hægt er að setjast inn á …
Í amstri dags­ins er hægt er að setj­ast inn á huggu­leg veit­inga­hús í An­ta­lya. Dmi­try Spra­v­ko/​Unsplash

Mat­ar­upp­lif­un­in

Í An­ta­lya er rík mat­reiðslu­hefð og þar er veitt­ur inn­blást­ur í staðbundna rétti eins og yanikisi dond­urma, „brennd­an“ ís úr malt­neskri geitamjólk sem soðin er við hátt hita­stig.

Piyaz sem er hvítt bauna­sal­at og borða An­ta­lya-búar það yf­ir­leitt með kjöt­boll­um og með bragðmik­illi tarator-sósu. Nokkr­ir veit­ingastaðir í borg­inni eru þekkt­ir fyr­ir snún­ing á rétt­in­um, eins og Piyazcı Ah­met-veit­ingastaður­inn og An­ta­lyan main­stay 7 Meh­met, sem er afar vin­sæll, að sögn Koç.

Svo má ekki gleyma að strend­ur An­ta­lya iða af fiski og það vin­sæl­asta eru smokk­fisk­ur og rækj­ur.

Það væri ekki ónýtt að setjast á þennan veitingastað með …
Það væri ekki ónýtt að setj­ast á þenn­an veit­ingastað með Ekin Koç. Dmi­try Spra­v­ko/​Unsplash
Antalya er krúnudjásn tyrknesku rivíerunnar.
An­ta­lya er krúnu­djásn tyrk­nesku ri­víer­unn­ar. Sara Cala­do/​Unsplash

Afþrey­ing ut­an­dyra

Við borg­ina er gríðarlegt fjall­lendi og hægt er að taka kláf upp í 2.365 metra hæð á Tahali Dagi-fjallið. En sé leitað að al­vöru æv­in­týri bend­ir Koç á að fara vin­sæla göngu­leið með suður­strönd­inni. Slóð sem breski áhuga­sagn­fræðing­ur­inn Kate Clow lét gera í kring­um 1990 og var ætlað að tengja sam­an átján forn­ar borg­ir við An­ta­lya, þ.á.m UNESCO-borg­irn­ar Let­oon og Xant­hos.

Á leiðinni er hægt að skoða forn­ar borg­ir, rúst­ir, róm­versk og grísk leik­hús, hefðbund­in tyrk­nesk þorp, hitta heima­menn og njóta töfr­andi út­sýn­is. Þá er hægt að fara í minni göngu­ferðir, klif­ur og tjalda. Jafn­vel fá sér sund­sprett í sjón­um.

Vegna mik­ils sum­ar­hita mæl­ir hann með göngu­ferðum á tíma­bil­un­um fe­brú­ar-maí eða sept­em­ber-nóv­em­ber.

Antalya er vinsæll ferðamannastaður í Tyrklandi.
An­ta­lya er vin­sæll ferðamannastaður í Tyrklandi. Ant­on Et­manov/​Unsplash
Koç segir frábæra upplifun að sitja á sýningu í Aspendos-leikhúsinu, …
Koç seg­ir frá­bæra upp­lif­un að sitja á sýn­ingu í Asp­endos-leik­hús­inu, í sömu sæt­um og fólk sat fyr­ir 2.000 árum. Hafiz­ul Hafiz/​Unsplash

Menn­ing­ar­upp­lif­un

Borg­in stát­ar sig af fjölda menn­ing­ar­viðburða, t.d. Gold­en Orange-kvik­mynda­hátíðinni sem hald­in er á hverju hausti. Koç mæl­ir með Asp­endos-leik­hús­inu, sem er tvö þúsund ára gam­alt. Þar er hægt að fara á tón­leika, dans­sýn­ing­ar eða leik­rit.

Leik­húsið er staðsett í hinni fornu borg Asp­endos og er hálf­hring­laga byggt á 2. öld fyr­ir Krist á valda­tíma Markús­ar Árelíus­ar keis­ara.

Í 2.000 ára gömlu leikhúsinu í Aspendos er hægt að …
Í 2.000 ára gömlu leik­hús­inu í Asp­endos er hægt að fara á tón­leika, dans­sýn­ing­ar og leik­rit. Ayl­in Çobanoğlu/​Unsplash

Dag­legt líf

Til að upp­lifa þetta venju­lega mæl­ir hann með að farið sé í gamla bæ­inn, Kal­eiçi. Bær­inn er að vísu aðdrátt­ar­afl fyr­ir ferðamenn, en þar er einnig hægt að sjá og um­gang­ast mikið af heima­mönn­um. 

Bær­inn hef­ur að geyma mikla sögu og hið dag­lega líf heima­manna, ásamt fín­um kaffi­hús­um, bör­um og veit­inga­stöðum.

Hafn­ar­svæðið í bæn­um er eitt það líf­leg­asta í An­ta­lya.

Fallegt sólarlag.
Fal­legt sól­ar­lag. Ku­bilay Bal/​Unsplash
Mannlífið eru öllu rólegra í Antalya en í Istanbúl.
Mann­lífið eru öllu ró­legra í An­ta­lya en í Ist­an­búl. Dario Daniel Silva/​Unsplash

Næt­ur­lífið

Fólk fer venju­lega til Kemer til að skemmta sér, að sögn Koç. Kemer er strand­bær í um fjöru­tíu mín­útna fjar­lægð frá An­ta­lya. Þar er mikið um klúbba, fólk fer þangað seinnipart dags til að njóta þess að vera á strönd­inni og kík­ir svo út á lífið seinna um kvöldið.

Odd­hvöss strand­lengja An­ta­lya hef­ur að geyma dá­sam­leg­ar strend­ur og hina sí­vin­sælu, hvítu sand­strönd Konya­alti sem er rétt fyr­ir utan miðbæ­inn með græn­um svæðum og veit­inga­stöðum.

Strandbærinn Kemer er vinsæll fyrir þá sem vilja kíkja út …
Strand­bær­inn Kemer er vin­sæll fyr­ir þá sem vilja kíkja út á lífið. Ondrej Bocek/​Unsplash

BBC Tra­vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert