Svandís Svavars skemmti sér á Paul McCartney-tónleikum í París

Svandís Svavarsdóttir fór á tónleika með Paul McCartney í París.
Svandís Svavarsdóttir fór á tónleika með Paul McCartney í París. Samsett mynd

Svandís Svavars­dótt­ir formaður Vinstri grænna læt­ur ekk­ert stoppa sig og fór á tón­leika með Paul McCart­ney sem haldn­ir voru í Par­ís í vik­unni.

Bít­ill­inn fyrr­ver­andi er á ferð um Evr­ópu á tón­leika­ferð sem hann kall­ar „Phenomenal Got Back tour“. Á tón­leika­ferðinni tek­ur hann sína allra vin­sæl­ustu smelli eins og Hey Jude, Live and Let Die og Let It Be. 

Svandís og flokks­fé­lag­ar henn­ar í Vinstri græn­um þurrkuðust nán­ast út í kosn­ing­um sem fram fóru hér­lend­is 30. nóv­em­ber og komust ekki inn á þing. Og fengu ekki rík­is­styrk í kjöl­farið. 

Paul McCartney var flottur á sviðinu.
Paul McCart­ney var flott­ur á sviðinu. Anna Kurth/​AFP

Eng­in upp­gjöf

Al­vöru kjarna­kon­ur gef­ast ekki upp þótt þær séu með vind­inn í fang­inu og það veit Svandís manna best. Ein­hver myndi segja að það gáfu­leg­asta í stöðunni væri að fá hlýja tóna inn í hjartað á tím­um sem þess­um. 

Á miðviku­dag­inn í síðustu viku var Svandísi boðið að vera gest­ur í Iðnó þegar Ólöf Skafta­dótt­ir og Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, sem stýra Komið gott hlaðvarp­inu, voru með lif­andi hlaðvarpsþátt uppi á sviði. Þar kom fram að Svandís hefði afþakkað boðið þar sem hún var við það að opna kampa­víns­flösku núm­er tvö. Það má. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert